Fótbolti

Aquilani tryggði Ítölum sigur á heimsmeisturum Spánverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alberto Aquilani fagnar í kvöld.
Alberto Aquilani fagnar í kvöld. Mynd/Nordic Photos/AFP
Alberto Aquilani, leikmaður Liverpool, tryggði Ítölum 2-1 sigur á Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í vináttulandsleik í Bari á Ítalíu í kvöld.

Riccardo Montolivo kom Ítölum yfir strax á 11. mínútu en Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu á 37. mínútu sem var dæmd fyrir brot á Fernando Llorente. Llorente hafði komið inn á sem varamaður fyrir Fernando Torres eftir rúmlega fjórtán mínútna leik.

Alberto Aquilani skoraði sigurmarkið sitt á 84. mínútu leiksins en hann kom inn á sem varamaður fyrir Daniele De Rossi á 66. mínútu.

Þetta var fyrsti leikur þjóðanna síðan að Spánverjar unnu í vítakeppni í leik í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2008 en spænska landsliðið hefur ekki litið aftur eftir það og er nú ríkjandi Heims- og Evrópumeistari.





Aquilani tryggði Ítölum sigur á heimsmeisturum Spánverja

 

Alberto Aquilani, leikmaður Liverpool, tryggði Ítölum 2-1 sigur á Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í vináttulandsleik í Bari á Ítalíu í kvöld.

 

Riccardo Montolivo kom Ítölum yfir strax á 11. mínútu en Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu á 37. mínútu sem var dæmd fyrir brot á Fernando Llorente. Llorente hafði komið inn á sem varamaður fyrir Fernando Torres eftir rúmlega fjórtán mínútna leik.

 

Alberto Aquilani skoraði sigurmarkið sitt á 84. mínútu leiksins en hann kom inn á sem varamaður fyrir Daniele De Rossi á 66. mínútu.

 

Þetta var fyrsti leikur þjóðanna síðan að Spánverjar unnu í vítakeppni í leik í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2008 en spænska landsliðið hefur ekki litið aftur eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×