Fótbolti

Norðmenn með sannfærandi sigur á Tékkum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohammed Abdellaoue.
Mohammed Abdellaoue. Mynd/Nordic Photos/Getty
Norðmenn unnu 3-0 sigur á Tékkum í vináttulandsleik í Osló í kvöld en íslenska landsliðið mætir einmitt Norðmönnum í sínum næsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar verða líka saman í riðli í undankeppni Hm 2014.

Mohammed Abdellaoue, leikmaður Hannover 96 í Þýskalandi, skoraði tvö mörk í leiknum og fyrirliðinn John Arne Riise kom Norðmönnum í 2-0 á 72. mínútu. Abdellaoue sem er kallaður “Moa” skoraði mörkin sín á 23. og 87. mínútu en seinna markið var úr vítaspyrnu.

Noregur og Ísland mætast á Ullevål í Osló 2. september næstkomandi en Norðmenn eru í harðri keppni við Portúgal og Danmörk um sæti í úrslitakeppni EM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×