Enski boltinn

Schmeichel kemur til varnar David de Gea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Peter Schmeichel, sem er að mörgum talinn vera besti markvörðurinn sem hefur spilað fyrir Manchester United, sá sig tilneyddan til þess að koma Spánverjanum David de Gea til varnar eftir að de Gea var gagnrýndur harðlega eftir fyrsta alvöru leikinn sinn í búningi United.

David de Gea fékk á sig tvö mörk í fyrri hálfleik þegar Manchester United vann 3-2 sigur á nágrönnum sínum í Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley á sunnudaginn. Í fyrra markinu var hann í einskismannslandi í markteignum eftir aukaspyrnu og í því síðara fékk hann á sig mark af löngu færi.

David de Gea er 20 ára gamall markvörður sem Sir Alex Ferguson, stjóri United, keypti í sumar fyrir 20 milljónir evra frá spænska liðinu Atlético Madrid en de Gea er ætlað að taka við markmannsstöðunni af hinum frábæra Edwin van der Sar.

„Ég hef lofað að blanda mér ekki í þetta en ég get ekki annað en sagt eitt. Það er fáránlegt að heyra fólk taka hann af lífi eftir aðeins einn leik. Hér fá allir sitt tækifæri og ag hverju eru menn að gagnrýna hann núna?," sagði Peter Schmeichel við The Mirror.

Peter Schmeichel stóð í markið Manchetser United frá 1991 til 1999 og United-fólk vonast að það gangi betur að fylla í skarð Edwin van der Sar en það gekk að finna eftirmann Danans á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×