Fótbolti

Það neitar enginn að taka í höndina á Bilic - Pranjic veit það núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danijel Pranjic.
Danijel Pranjic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur gefið það út að varnarmaðurinn Danijel Pranjic muni ekki spila aftur fyrir landsliðið á meðan Bilic sé þjálfari liðsins. Danijel Pranjic neitaði að taka í höndina á Bilic og aðstoðarmönnum hans eftir leik Króata og Íra í Dublin á miðvikudaginn.

Pranjic er 29 ára gamall og spilar fyrir Bayern Munchen í Þýskalandi. Hann hefur spilað 39 landsleiki fyrir Króata frá árinu 2004 en hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Svo var líka hlutskipti hans í leiknum á miðvikudag sem endaði með markalausu jafntefli.

„Hann sýndi þarna í verki óánægju með stöðu sína í liðinu. Við treystum ekki lengur á hann. Þetta er ekki tímabundið bann, þetta er varanleg ákvörðun," sagði Slaven Bilic.

„Pranjic sýndi þarna óheppilega hegðun og það eru til skýrar reglur um hvernig menn hegða sér sem landsliðsmenn Króatíu.  Við þökkuðum honum bara fyrir samstarfið til þessa og óskuðum honum góðs gengis þar sem eftir lifir hans ferli," sagði Bilic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×