Fótbolti

Nýja félag Hannesar vann mikilvægan sigur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þeir verða væntanlega skælbrosandi liðsfélagar Hannesar þegar þeir taka á móti honum eftir sigurinn í dag.
Þeir verða væntanlega skælbrosandi liðsfélagar Hannesar þegar þeir taka á móti honum eftir sigurinn í dag. Mynd/GVA
Spartak Nalchik, rússneska félagið sem FH-ingurinn Hannes Þ. Sigurðsson samdi nýverið við, vann mikilvægan 2-0 útisigur á Tomsk í dag.

Leikurinn var sá fyrsti í 20. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Nalchik, sem er í mikilli fallbaráttu, komst upp úr fallsæti með sigrinum en hefur þó leikið leik meira en önnur lið.

Hannes hélt utan til Rússlands í dag og verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik Nalchik. Félagið hafnaði í 6. sæti deildarinnar í fyrra en átt erfitt uppdráttar á yfirstandandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×