Fótbolti

Fyrrum leikmaður Víkings Ó. skoraði sex mörk í eistnesku deildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aleksandrs Cekulajevs í leik með Víkingum á síðasta tímabili.
Aleksandrs Cekulajevs í leik með Víkingum á síðasta tímabili. Mynd. / http://helgik.bloggar.is
Það voru heldur betur einkennileg úrslit í eistnesku úrvalsdeildinni þegar Trans sigraði botnliðið Ajax Lasnamäe, 14-0, en fyrrum leikmaður Víkings Ó. gerði sex mörk í leiknum.

Aleksandrs Cekulajevs lék með Víkingum á síðasta tímabili þar sem hann gerði 14 mörk fyrir félagið. Cekulajevs er markahæsti leikmaður eistnesku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en lið hans er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig, fimm stigum á eftir toppliðinu.

Ajax Lasnamäe hefur fengið á sig 109 mörk á tímabilinu og aðeins gert átta en félagið er í langneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir 24 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×