Fótbolti

Íslendingaslagur í sænska boltanum - Margrét Lára á skotskónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenskur stelpurnar voru heldur betur í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Alls tóku sjö íslenskir leikmenn þátt í viðureign Kristianstad og Djurgården, en Kristianstad sigraði leikinn 3-1 og skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir eitt mark fyrir heimastúlkur.

Sif Atladóttir lagði upp þriðja mark Kristianstad sem gulltryggði sigurinn. Djurgården náði sér aldrei á strik í leiknum og náði aðeins einu skoti á markið sem endaði í netinu.

Guðný Björk Óðinsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad. Margrét Lára fór af velli í byrjun síðari hálfleiks og Erla Steina Arnardóttir kom inná undir lokin í liði Kristianstad.

Í liði Djurgården komu þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra María Lárusdóttir allar við sögu í leiknum. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum með 18 stig en Kristianstad komst upp í 6.sæti deildarinnar með sigrinum og eru nú með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×