Fótbolti

Eggert Gunnþór að fá sinn áttunda stjóra á sex árum hjá Hearts

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson hefur borið fyrirliðabandið hjá Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson hefur borið fyrirliðabandið hjá Hearts. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í skoska liðinu Hearts bíða nú eftir því að rússneski eigandi félagsins, Vladimir Romanov, finni nýjan stjóra á liðið eftir að hann rak hinn sextuga Jim Jefferies í dag.

Hearts hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en það sem meira er að Hearts-liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórtán leikjum sínum í skosku úrvalsdeildinni. Síðasti leikur undir stjórn Jefferies var 0-1 tap á heimavelli á móti Dundee United um helgina.

Eggert Gunnþór kom fyrst til skoska liðsins sumarið 2005 en þá var George Burley knattspyrnustjóri Hearts. Síðan hafa þeir Graham Rix (2005–2006), Valdas Ivanauskas (2006–2007), Anatoliy Korobochka (2007–2008), Stephen Frail (2008), Csaba Laszlo (2008–2010) og Jim Jefferies (2010–2011) fengið að reyna sig í einum heitasta stólnum í breska boltanum.

Guardian skrifaði um það í kvöld að Paulo Sérgio, fyrrum stjóri Sporting Lisbon, verði næsti stjóri liðsins, en forráðamenn Hearts hafa ekki staðfest þær fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×