Fótbolti

Fær þessi tveggja ára bann fyrir þetta rugl? - myndband

Brasilíumaðurinn Rildo gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann fyrir að missa algjörlega stjórn á sér í leik í B-deildinni í heimalandinu. Rildo lét sér ekki nægja að kasta boltanum í dómarann í leik Vitoria 1-0 tapleik gegn Boa Esporte. Hann fullkomnaði fáránlega hegðun sína með því að sparka í dómarann en Rildo mistókst ætlunarverkið og hitti ekki dómarann.

Að sjálfsögðu fékk leikmaðurinn rautt spjald en knattspyrnusamband Brasilíu ætlar að taka málið fyrir og er búist við að leikmaðurinn fái langt keppnisbann – allt að tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×