Fótbolti

Fyrrum landsliðsmaður Japans hneig niður á æfingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matsuda í baráttu við Xavi hjá Barcelona árið 2005.
Matsuda í baráttu við Xavi hjá Barcelona árið 2005. Nordic Photos/AFP
Naoki Madsuda fyrrum landsliðsmaður Japana hneig niður á æfingu með liði sínu Matsumoto Yamaga í morgun. Að sögn liðsfélaga Madsuda fór hann í hjartastopp áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Madsuda, sem er 34 ára gamall, á að baki 40 landsleiki með Japan. Hann spilaði meðal annars með landsliðinu á heimsmeistaramótinu árið 2002 sem fram fór í heimalandinu.

Madsuda spilaði 385 leiki fyrir Yokohama F-Marinos í japönsku J-deildinni en spilar nú með Matsumoto Yamaga í 3. efstu deild í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×