Enski boltinn

Jovanovic á leið til Anderlecht

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Jovanovic í leik með Liverpool.
Milan Jovanovic í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Milan Jovanovic, leikmaður Liverpool, hefur samþykkt að ganga í raðir Anderlecht í Belgíu en síðarnefnda félagið fær hann frítt frá Liverpool.

Jovanovic kom til Liverpool fyrir ári síðan eftir að samningur hans við Standard Liege rann út en hann náði sér aldrei á strik í Englandi. Hann var síðast í byrjunarliði Liverpool í janúar síðastliðnum.

Jovanovic á eftir að gangast undir læknisskoðun en ef allt er með felldu mun hann semja við Anderlecht á morgun. Forráðamenn Anderlecht hafa lýst yfir ánægju sinni með þessi tíðindi enda átti Jovanovic góðu gengi að fagna með Standard Liege á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×