Enski boltinn

Lágmark að komast í Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Henry, eigandi Liverpool.
John Henry, eigandi Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
John Henry, eigandi Liverpool, segir að það yrðu honum mikil vonbrigði ef Liverpool myndi ekki takast að ná einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð, og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á ný.

Liverpool keppir ekki í Meistaradeild Evrópu í ár og er það annað árið í röð sem það gerist. Félagið gekkí gegnum eigenda- og stjóraskipti á síðustu leiktíð og er Henry vongóður um að liðið nái sér aftur á strik í vetur.

„Það er enn of snemmt að tala um að vinna deildina,“ sagði Henry í viðtali við norska dagblaðið Aftonbladet. „Mér finnst Manchester United vera það lið sem öll hin þurfa að elta þessa stundina. Leikmannahópur United er mjög sterkur og liðið lítur mjög vel út.“

„Okkar helsta markmið er að komast aftur í Meistaradeildina. Það væri okkur mikil vonbrigði ef það myndi ekki takast,“ bætti Henry við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×