Íslenski boltinn

Vrenko: Ætlum að vera í miðjubaráttunni

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
Vrenko hefur verið frábær undanfarið.
Vrenko hefur verið frábær undanfarið.
Janes Vrenko átti góðan dag í hjarta Þórsvarnarinnar sem stóð fyrir sínu gegn Fram. Þórsarar unnu 3-0 sigur og hífðu sig upp um miðja deild.

"Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Við erum komnir í miðjubaráttuna og erum komnir út úr þessari botnbaráttu í bili. Við stefndum á að halda okkur uppi og nú ætlum við bara að fara ennþá hærra."

"Sjálfstraustið er að aukast í liðinu með hverjum leik. Við erum ekki að breyta neinu sérstöku, það gengur vel hjá okkur. Við erum að berjast fyrir stigunum og uppskerum vel."

"Við höfum enga ástæða til að breyta neinu," sagði Vrenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×