Íslenski boltinn

Þorvaldur: Vorum betri en vantar mörk

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
“Við lögðum upp með að vinna leikinn. Við ætluðum að halda boltanum og það tókst vel. Við vorum meira en minna með boltann allan leikinn. Við fengum nógu góð færi til þess en náðum ekki að nýta þau.”

“Við setjum stór spurningamerki við dómgæsluna, til dæmis annað markið sem við viljum meina að hafi verið rangstæða. Ef svo er þá er það mjög svekkjandi að fá á sig annað markið. Línuvörðurinn var svosem ekki mikið með í leiknum, frekar en tríóið. En það er eins og gengur og gerist.”

“Heilt yfir vorrum við betra liðið en það gengur ekkert nema maður skori mörk,” sagði Þorvaldur, en hvað hefur hann verið að gera til að koma liðinu á réttan kjöl?

“Haldið áfram að vinna í okkar málum en það vantar stigin. Það fækkkar leikjunum og þetta verður erfiðara og erfiðara. Nú er sama barátta framundan.”

Þorvaldi er tíðrætt um “mál Framara” en það virðist ekki ganga að laga þessi mál? “Ekki eins og er nei.”

Einhverjar sérstakar skýringar á því? “Svona er fótboltinn, stundum eru einstaklingsmistök og eins og staðan er þá gengur ekki mikið með okkur.”

En eru leikmennirnir nógu góðir til að halda sér uppi? “Já ég held það. Við sýndum það til dæmis í dag, við vorum betri aðilinn gegn hinu liðinu sem sparkaði langt og hátt og notaði löng innköst. Menn hafa mismunandi hugmyndafræði í fótbolta og menn leggja hlutina mismunandi upp. En þetta snýst um að vinna leiki,” sagði Þorvaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×