Enski boltinn

Cantona: Sneijder minnir mig á mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eric Cantona.
Eric Cantona. Nordic Photos / Getty Images
Eric Cantona vill að sitt gamla félag, Manchester United, festi kaup á Hollendingnum Wesley Sneijder. „Hann er einmitt það sem United þarf á að halda,“ sagði Cantona við enska blaðið The Mirror í dag.

Cantona er goðsögn í augum stuðningsmanna Manchester United og segir hann sjálfur að Sneijder sé einn sá besti í dag. „Hann væri frábær viðbót í leikmannahópinn. Það er enginn eins og hann til í dag en hann er mjög öflugur. Hann minnir mig stundum á sjálfan mig.“

Enskir fjölmiðlar fullyrtu fyrr í vikunni að Sneijder væri á leið til Manchester til viðræðna við United eftir að félag hans á Ítalíu, Inter, samþykkti tilboð frá United um helgina. Félagaskiptin eru helst talin geta strandað á launakröfum Sneijder, sem eru miklar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×