Enski boltinn

Ferguson segir blaðamanni til syndanna - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lét á dögunum blaðamann enska dagblaðsins Mail on Sunday heyra það. Samskipti þeirra náðust á myndband sem má sjá hér fyrir ofan.

Umræddur blaðamaður heitir Bob Cass og gaf Ferguson sig á tal við hann vegna fréttar sem hann skrifaði um mögulega komu Wesley Sneijder til United.

„Þú klúðraðir þessu, Sneijder," var fyrirsögn greinarinnar sem Cass var skrifaður fyrir en í greininni sjálfri hafði hann eftirfarandi ummæli eftir Ferguson.

„Ef hann vill koma verður hann að taka samningstilboði okkar. Ef ekki, höfum við aðra kosti í huga. Við erum hættir að tala saman."

Það var svo eftir leik United gegn Barcelona í Bandaríkjunum á laugardaginn að Ferguson hitti á Cass. Ferguson gekk upp að honum og spurði „hvaða helvítis ummæli" voru höfð eftir honum í blaðinu.

Cass bauðst til að sýna honum það eintak greinarinnar sem hann hafði skilað inn en Ferguson vildi ekki heyra það. „Þú og þitt dagblað mega fara til helvítis."

Cass var augljóslega brugðið við þetta og má leiða líkur að því að hann hafi sjálfur ekki skrifað umrædda fyrirsögn, heldur yfirmaður hans eða ritstjóri blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×