Pardew útilokar ekki Barton en segist þurfa að leysa Twitter-vandann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2011 20:30 Alan Pardew vill skiljanlega ekki missa einn sinn besta leikmann frá félaginu. Nordic Photos/AFP Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði á blaðamannafundi í Newcastle í dag að dyrnar stæðu enn opnar fyrir Joey Barton miðjumann Newcastle. Barton var tjáð að hann mætti yfirgefa félagið á frjálsri sölu fyrr í vikunni. Barton hefur gagnrýnt stjórnarhætti hjá Newcastle reglulega á Twitter undanfarnar vikur. „Ég hef aldrei lokað hurðinni á neinn og ég loka henni ekki á Joey. Hann æfði með varaliðinu í dag og hver veit, kannski æfir hann með aðalliðinu fljótlega,“ sagði Pardew við blaðamenn í dag. Skömmu síðar tjáði Barton sig, á Twitter, og spurði hvort einhver væri með símanúmerið hjá verktökunum Isambard Kingdom Brunel. Fyrirtækið er framarlega í heiminum í brúarsmíði sem gæti bent til þess að Barton vilji leita sátta hjá vinnuveitendum sínum. „Þetta er staða sem ég reiknaði ekki með að vera í. Joey er frábær leikmaður og þú vilt hafa frábæra leikmenn í liði þínu. Það er mjög mikilvægt hjá knattspyrnuliði að allir togi í sömu átt. Í augnablikinu gerir Joey það ekki,“ sagði Pardew. Pardew hefur líkt og fleiri knattspyrnustjórar líst yfir áhyggjum sínum með Twitter-samskiptasíðuna. Hann telur að vandamálið hefði líklega mátt leysa ef ekki hefði verið fyrir tilvist samskiptasíðunnar. Hann segist hafa haft samband við Sir Alex Ferguson og óskað eftir ráðum. „Við fylgjum núna stefnu sem Sir Alex segir sitt félag hafa fylgt. Ég hef ekkert á móti þessum síðum og ég held að stjórar í ensku úrvalsdeildinni séu það almennt ekki. En leikmenn verða að gæta sín að tjá sig ekki um félög sín,“ sagði Pardew. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði á blaðamannafundi í Newcastle í dag að dyrnar stæðu enn opnar fyrir Joey Barton miðjumann Newcastle. Barton var tjáð að hann mætti yfirgefa félagið á frjálsri sölu fyrr í vikunni. Barton hefur gagnrýnt stjórnarhætti hjá Newcastle reglulega á Twitter undanfarnar vikur. „Ég hef aldrei lokað hurðinni á neinn og ég loka henni ekki á Joey. Hann æfði með varaliðinu í dag og hver veit, kannski æfir hann með aðalliðinu fljótlega,“ sagði Pardew við blaðamenn í dag. Skömmu síðar tjáði Barton sig, á Twitter, og spurði hvort einhver væri með símanúmerið hjá verktökunum Isambard Kingdom Brunel. Fyrirtækið er framarlega í heiminum í brúarsmíði sem gæti bent til þess að Barton vilji leita sátta hjá vinnuveitendum sínum. „Þetta er staða sem ég reiknaði ekki með að vera í. Joey er frábær leikmaður og þú vilt hafa frábæra leikmenn í liði þínu. Það er mjög mikilvægt hjá knattspyrnuliði að allir togi í sömu átt. Í augnablikinu gerir Joey það ekki,“ sagði Pardew. Pardew hefur líkt og fleiri knattspyrnustjórar líst yfir áhyggjum sínum með Twitter-samskiptasíðuna. Hann telur að vandamálið hefði líklega mátt leysa ef ekki hefði verið fyrir tilvist samskiptasíðunnar. Hann segist hafa haft samband við Sir Alex Ferguson og óskað eftir ráðum. „Við fylgjum núna stefnu sem Sir Alex segir sitt félag hafa fylgt. Ég hef ekkert á móti þessum síðum og ég held að stjórar í ensku úrvalsdeildinni séu það almennt ekki. En leikmenn verða að gæta sín að tjá sig ekki um félög sín,“ sagði Pardew.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira