Íslenski boltinn

KR sektað vegna framkomu stuðningsmanna á Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson spjallar við stuðningsmenn KR að loknum 4-1 sigrinum á BÍ/Bolungarvík.
Guðmundur Reynir Gunnarsson spjallar við stuðningsmenn KR að loknum 4-1 sigrinum á BÍ/Bolungarvík. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir
KR hefur verið sektað um 25 þúsund krónur fyrir framkomu stuðningsmanna sinna á Ísafirði um Verslunarmannahelgina. Stuðningsmennirnir kveiktu á blysum á meðan á leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í undanúrslitum Valitor-bikarsins stóð.

Í frétt á heimasíðu KSÍ segir:

„Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 2. ágúst 2011 var samþykkt að sekta KR um 25.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í Valitor-bikar KSÍ 31. júlí 2011.“

KR er ekki fyrsta Pepsi-deildarfélagið sem er sektað á leiktíðinni fyrir framkomu stuðningsmanna. Þór hlaut 10 þúsund króna sekt eftir heimaleik liðsins gegn Val þar sem stuðningsmaður Þórs kastaði flösku í höfuðið á leikmanni Vals.

Atvikið réð því að stuðningsmenn KR voru valdir þeir bestu í umferðum 1-11 í Pepsi-deild karla. Atkvæðagreiðsla um bestu stuðningsmennina var jöfn en stuðingsmenn KR hlutu verðlaunin þar sem þeir voru með hreinan skjöld gagnvart Aga- og úrskurðarnefndinni á tíambilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×