Fótbolti

Bjarni Þór frá vegna meiðsla í hálft ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson í leik með íslenska U-21 liðinu.
Bjarni Þór Viðarsson í leik með íslenska U-21 liðinu. Mynd/Anton
Bjarni Þór Viðarsson mun gangast undir aðgerð vegna þrálátra hnémeiðsla á mánudaginn og verður frá keppni næsta hálfa árið vegna þessa.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Þór hefur verið að glíma við meiðslin í nokkra mánuði og fór til eins færasta hnéfræðings í Evrópu til að fá greiningu á meiðslunum.

„Mér finnst alla vega mjög gott að vera búinn að fá greiningu á því hvað þetta er og sérfræðingurinn sagði að ég ætti að ná mér að fullu,“ sagði Bjarni Þór.

Hann er á mála hjá belgíska félaginu Mechelen en fékk fá tækifæri í byrjunarliðinu á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×