Íslenski boltinn

Stjörnumenn fara á kostum í spænskri sjónvarpsauglýsingu - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Stjörnunnar fara mikinn í nýrri sjónvarpsauglýsingu sem spænska farsímafyrirtækið Movistar lét gera hér á landi.

Fagnaðartilburðir Stjörnunnar úr Pepsi-deildinni í fyrra eru löngu þekktir og hafa vakið athygli víða um heim.

Forráðamenn Movistar ákváðu að færa sér þessa athygli í nyt og réðu Stjörnustrákana til að leika í nýrri auglýsingu sem hægt er að sjá hér fyrir ofan.

Þar má sjá mörg „fögn" þeirra Stjörnumanna í hinum ýmsu útfærslum og jafnvel nokkur ný. Þá vekur einnig athygli að stuðningsmannalag Stjörnunnar er notað í auglýsingunni en þó í aðeins breyttri útgáfu.

Auglýsingin er ein nokkurra sem birtast munu í auglýsingaherferð farsímafyrirtækisins á Spáni á næstunni.

Sjón er vissulega sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×