Íslenski boltinn

Þór mun hvíla þá sem eru á gulu spjaldi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Anton
Þeir þrír leikmenn sem eru á gulu spjaldi fyrir bikarúrslitaleikinn um næstu helgi taka ekki þátt í leik liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld.

Þetta kom fram í viðtali við Pál Viðar Gíslason á heimasíðu Þórs. „Það er ekkert leyndarmál. Þeir leikmenn sem eru á síðasta spjaldi fyrir bann verða ekki með í þessum leik,“ sagði Páll Viðar.

Þetta eru þeir Jóhann Helgi Hannesson, Janez Vrenko og Sveinn Elías Jónsson. Þór mætir KR í bikarúrslitunum á laugardaginn kemur.

„Við munum ekki mæta með neitt B-lið til leiks. Það eru leikmenn sem hafa verið að koma mjög sterkir inn í síðustu leikjum og þeir fá tækifærið í dag,“ bætti Páll Viðar við.

Leikur Stjörnunnar og Þórs fer fram í Garðabænum og verður lýst beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×