Fótbolti

Kolbeinn lagði upp mark er Ajax hóf titilvörn sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn lagði upp mark fyrir Ajax í dag.
Kolbeinn lagði upp mark fyrir Ajax í dag. Mynd. / Getty Images
Þremur leikjum er lokið í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og kom okkar maður Kolbeinn Sigþórsson við sögu með Ajax þegar hann lagði upp eitt mark þegar meistararnir báru sigur úr býtum, 4-1, gegn De Graafschap.

Kolbeinn átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn De Graafschap á Derk Boerrigter sem lagði boltann snyrtilega í netið.

Jóhann Berg og félagar byrja leiktíðina vel, en AZ Alkmaar vann PSV Eindhoven 3-1 en Jóhann Berg var á meðal varmanna AZ. Den Haag og Vitesse Arnhem gerðu síðan markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×