Fótbolti

Íslendingar í Evrópu: Gunnar Heiðar skoraði í níu marka leik

Gunnar Heiðar var á skotskónum í dag.
Gunnar Heiðar var á skotskónum í dag. Mynd. / Daníel
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á skotskónum með liði sínu, Norrköping, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þó nokkrir íslenskir knattspyrnumenn hafa verið í eldlínunni með liðum sínum í Evrópu í dag.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, skoraði eitt mark fyrir félag sitt sem tapaði, 5-4, gegn Halmstad í ótrúlegum leik. Norrköping lenti undir, 1-0,  í byrjun leiksins en gerðu síðan þrjú næstu mörk leiksins. Halmstad náði að minnka muninn og síðan jafna metinn, 3-3, á stuttum tíma.

Liðin skoruðu síðan sitt markið hvert og allt benti til þess að jafntefli yrði niðurstaðan, en Halmstad gafst ekki upp og náði að skora sigurmarkið á lokamínútum leiksins og því 5-4 sigur í höfn.

Jónas Sævarsson lék allan leikinn fyrir Halmstad. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Jónasi og félögum en þeir eru í neðsta sæti deildarinnar og berjast fyrir lífi sínu á meðan þeirra bestu í Svíþjóð.

Eiður Aron Sigurbjörnsson var allan tímann á bekknum hjá Örebro sem vann sigur á Häcken, 4-0.

Í dönsku úrvalsdeildinni vann FC Kaupmannahöfn 4-2 sigur á Köge á útivelli. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins.

Með sigrinum komst FCK upp í efsta sæti deildarinnar en liðið er með tíu stig að loknum fjórum leikjum.

Hearts fer ekki vel af stað í skosku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í dag sínum öðru leik í röð, í þetta sinn fyrir Motherwell á útivelli, 1-0.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn í vörn Hearts sem er einungis með eitt stig að loknum þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×