Enski boltinn

Ferguson: Áttum sigurinn skilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferguson fagnar hér sigrinum í dag.
Ferguson fagnar hér sigrinum í dag. Mynd. / Getty Images
„Mér fannst frammistaða leikmannanna vera frábær út allan leikinn," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., eftir sigurinn gegn Man. City í leiknum um Samfélagsskjöldin. Manchester United vann magnaðan sigur, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir.

„Ég varla trúði því að við værum 2-0 undir í hálfleik, en mörk breyta leikjum og það var gríðarlega mikilvægt að minnka muninn í byrjun síðari hálfleiks".

„Ég verð að hrósa liðinu því strákarnir héldu haus, spiluðu sinn leik og uppskáru þau úrslit sem við áttum skilið".

„Ég er með alveg hreint frábæran hóp í höndunum og í dag voru 13 leikmenn yngri en 23 ára sem segir okkur að framtíðin er björt," sagði Ferguson að lokum við Sky Sports fréttastöðina eftir leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×