Fótbolti

Zico í viðræðum um að taka við landsliði Íraka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zico var einn fjölmargra sem tóku þátt í drættinum í undankeppni HM 2014 í Ríó í lok júlí.
Zico var einn fjölmargra sem tóku þátt í drættinum í undankeppni HM 2014 í Ríó í lok júlí. Nordic Photos/AFP
Brasilíska goðsögnin Zico á í viðræðum við Írak um að taka við knattspyrnulandsliðinu. Knattspyrnusamband Íraks hefur staðfest að viðræður eigi sér stað.

Zico hefur komið víða við sem þjálfari á undanförnum árum en árangurinn látið á sér standa. Hann var rekinn frá Olympicos á síðustu leiktíð en þjálfaði áður meðal annars Fenerbahce í Tyrklandi og CSKA í Moskvu.

Zico hefur reynslu af landsliðsþjálfun því hann þjálfaði landslið Japan og kom þeim á heimsmeistaramótið í Þýskalandi árið 2006. Zico spilaði með Brasilíu á þremur heimsmeistaramótum á sínum tíma, 1978, 1982 og 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×