Enski boltinn

Reading selur sinn helsta markaskorara annað árið í röð - Long til WBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shane Long fagnar marki á móti Liverpool.
Shane Long fagnar marki á móti Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska B-deildarliðið Reading er búið að selja sinn helsta markaskorara annað árið í röð. Í fyrra seldi liðið Gylfa Þór Sigurðsson til þýska liðsins Hoffenheim í haustglugganum og í dag seldi liðið síðan framherjann Shane Long til enska úrvalsdeildarliðsins West Bromwich Albion.

Shane Long er írskur landsliðsmaður og var staddur í Írlandi með landsliðinu en flaug til Englands til þess að ganga frá langtímasamning.

Shane Long er 24 ára gamall og hefur spilað með Reading frá áerinu 2005 þegar hann kom þangað frá Cork City. Hann kostar Roy Hodgson, stjóra West Bromwich Albion, sjö milljónir punda.

Long skoraði 23 mörk í 45 deildarleikjum á síðasta tímabili en hafði skorað 6 mörk í 31 leik tímabilið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×