Fótbolti

Ítalía-Spánn í beinni í staðinn fyrir England-Holland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjar fagna sigri á ítölum á EM 2008.
Spánverjar fagna sigri á ítölum á EM 2008. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stöð 2 Sport 3 mun sýna leik Ítalíu og heimsmeistara Spánar í beinni á morgun í staðinn fyrir leik Englands og Hollands sem var aflýst fyrr í dag vegna óeirðanna í Lundúnaborg. Leikurinn fer fram í Bari og hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Leikurinn er á Stöð 2 Sport 3 þar sem leikur Íslands og Ungverjalands er sýndur á Stöð 2 Sport á sama tíma.

Leikur Ítala og Spánverja er viðureign tveggja síðustu heimsmeistara, Ítalir unnu HM 2006 en Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í Suður-Afríku fyrir rúmu ári síðan.

Þetta er fyrsti leikur þjóðanna síðan að Spánverjar unnu í vítakeppni í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2008. Sá leikur markaði viss þáttaskil fyrir Spánverja sem fóru síðan alla leið og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Þeir hafa síðan ekki litið til baka eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×