Fótbolti

AEK-liðið steinlá á Kýpur án Eiðs Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohsen er með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi.
Eiður Smári Guðjohsen er með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi. Mynd/Heimasíða AEK
AEK Aþena tapaði 3-0 í æfingaleik á móti kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta á Kýpur í kvöld en Íslendingarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru fjarri góðu gammni þar sem að þeir eru uppteknir með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi.

Famagusta komst í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu tuttugu mínútunum og þriðja markið kom síðan tíu mínútum fyrir leikslok.

Eiður Smári og Elfar Freyr voru ekki einu leikmenn AEK sem voru fjarverandi í þessum leik. Pantelis Kafes, Grigoris Makos, Nikos Liberopoulos og Kostas Manolas voru allir uppteknir með gríska landsliðinu  

Þetta er næstsíðasti æfingaleikur AEK fyrir tímabilið en liðið spilar annan leik á Kýpur á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×