Innlent

Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir segir áfall að svona skyldi hafa farið.
Aldís Hafsteinsdóttir segir áfall að svona skyldi hafa farið.
„Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt.

Aldís segir að mikið af fólki hafi drifið að þegar eldurinn laust upp. „Enda ekkert skrýtið. Þetta var gríðarlegt bál. Ég þurfti að hringja í starfsmann sem býr niðri í Þorlákshöfn og hún sagði að þetta hefði litið út eins og eldgos væri frá þeim séð," segir Aldís. Kolsvartur reykurinn sem steig hátt til himins hafi heldur ekki farið framhjá neinum manni.

Aldís segir að fólki þyki líka vænt um Eden og beri taugar til hans. „Margir hafa unnið þarna og Eden á stað í hjarta Íslendinga og Hvergerðinga allra mest," segir Aldís.

Aldís segir engar ákvarðanir hafi verið teknar um næst skref í stöðunni. Hún muni ræða við eigendur Eden og rekstraraðila í dag. „En akkúrat í augnablikinu eru allir í hálfgerðu áfalli og eru kannski ekki alveg farnir að huga að þessu," segir Aldís. Hún segir þó að bæjaryfirvöld leggi allt kapp á að byggt verði upp þarna aftur.

Aldís vildi að lokum þakklæti til slökkviliðsmanna, lögreglu og björgunarsveitamanna. „Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Því þetta voru hættulegar og erfiðar aðstæður," segir Aldís.

Hér má heyra viðtöl sem Gissur Sigurðsson fréttamaður tók við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, og Frímann Baldursson, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi.


Tengdar fréttir

Töluvert tjón í brunanum

Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk.

Eden brunnið til grunna

Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna.

Eden er alelda

Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.