Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2011 09:19 Aldís Hafsteinsdóttir segir áfall að svona skyldi hafa farið. „Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. Aldís segir að mikið af fólki hafi drifið að þegar eldurinn laust upp. „Enda ekkert skrýtið. Þetta var gríðarlegt bál. Ég þurfti að hringja í starfsmann sem býr niðri í Þorlákshöfn og hún sagði að þetta hefði litið út eins og eldgos væri frá þeim séð," segir Aldís. Kolsvartur reykurinn sem steig hátt til himins hafi heldur ekki farið framhjá neinum manni. Aldís segir að fólki þyki líka vænt um Eden og beri taugar til hans. „Margir hafa unnið þarna og Eden á stað í hjarta Íslendinga og Hvergerðinga allra mest," segir Aldís. Aldís segir engar ákvarðanir hafi verið teknar um næst skref í stöðunni. Hún muni ræða við eigendur Eden og rekstraraðila í dag. „En akkúrat í augnablikinu eru allir í hálfgerðu áfalli og eru kannski ekki alveg farnir að huga að þessu," segir Aldís. Hún segir þó að bæjaryfirvöld leggi allt kapp á að byggt verði upp þarna aftur. Aldís vildi að lokum þakklæti til slökkviliðsmanna, lögreglu og björgunarsveitamanna. „Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Því þetta voru hættulegar og erfiðar aðstæður," segir Aldís. Hér má heyra viðtöl sem Gissur Sigurðsson fréttamaður tók við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, og Frímann Baldursson, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi. Tengdar fréttir Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55 Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14 Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37 Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. Aldís segir að mikið af fólki hafi drifið að þegar eldurinn laust upp. „Enda ekkert skrýtið. Þetta var gríðarlegt bál. Ég þurfti að hringja í starfsmann sem býr niðri í Þorlákshöfn og hún sagði að þetta hefði litið út eins og eldgos væri frá þeim séð," segir Aldís. Kolsvartur reykurinn sem steig hátt til himins hafi heldur ekki farið framhjá neinum manni. Aldís segir að fólki þyki líka vænt um Eden og beri taugar til hans. „Margir hafa unnið þarna og Eden á stað í hjarta Íslendinga og Hvergerðinga allra mest," segir Aldís. Aldís segir engar ákvarðanir hafi verið teknar um næst skref í stöðunni. Hún muni ræða við eigendur Eden og rekstraraðila í dag. „En akkúrat í augnablikinu eru allir í hálfgerðu áfalli og eru kannski ekki alveg farnir að huga að þessu," segir Aldís. Hún segir þó að bæjaryfirvöld leggi allt kapp á að byggt verði upp þarna aftur. Aldís vildi að lokum þakklæti til slökkviliðsmanna, lögreglu og björgunarsveitamanna. „Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Því þetta voru hættulegar og erfiðar aðstæður," segir Aldís. Hér má heyra viðtöl sem Gissur Sigurðsson fréttamaður tók við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, og Frímann Baldursson, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi.
Tengdar fréttir Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55 Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14 Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37 Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55
Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14
Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37
Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36