Innlent

Eden brunnið til grunna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegur eldur gaus upp í Eden um miðnætti. Mynd/ Jóhann Kristinn Jóhannsson.
Gríðarlegur eldur gaus upp í Eden um miðnætti. Mynd/ Jóhann Kristinn Jóhannsson.
Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna.

Til stóð á tímabili að rýma nærliggjandi hús en það reyndist ekki þörf á því vegna þess hve veðrið var stillt. Eldurinn náði því ekki að læsa sig í húsin í nágrenninu.

Enn á eftir að slökkva í glæðum og má búast við því að það taki einhvern tíma.

Samkvæmt upplýsingum Vísis virðist eldurinn hafa komið upp í eldhúsi.


Tengdar fréttir

Töluvert tjón í brunanum

Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk.

Eden er alelda

Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×