Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. Enginn hefur slasast í eldinum eftir því sem Vísir kemst næst.
Mikið af fólki hefur drifið að húsinu og fylgist með. Eldurinn kom upp laust eftir klukkan tólf.
Slökkvistarf gengur vel. Björgunarsveitir í Árborg hafa verið fengnar til að aðstoða við að verja vettvang.
