Fótbolti

Forseti Úrúgvæ mætir ekki á úrslitaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mujica, forseti Úrúgvæ, ætlar ekki að mæta á úrslitaleik Copa America í kvöld því hann vill ekki sjást glottandi í Argentínu.

"Ég vil ekki sjást vera of góður með mig ef við vinnum. Ég þarf að vera diplómatískur. Við fengum heppnina í okkar lið gegn Argentínu sem er góður nágranni," sagði hinn rammpólitíski forseti.

"Ég vona að betra liðið vinni úrslitaleikinn."

Úrúgvæ mætir Paragvæ í úrslitaleiknum og er fyrirfram spáð sigri í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×