Fótbolti

Knötturinn á Ólympíuleikunum í London fær nafnið Albert

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Albert Prins af Mónakó.
Albert Prins af Mónakó. Nordic Photos/AFP
Englendingar eru í óðaönn að undirbúa Ólympíuleikana í höfuðborginni London sem fram fara næsta sumar. Nú hefur fótboltanum, sem hannaður verður fyrir keppnina, verið gefið nafnið Albert.

Almenningi gafst kostur á að koma með tillögur að nafni Adidas-knattarins og bárust um tólf þúsund tillögur. Bob nokkur Ashcroft var hlutskarpastur með tillögur sína, Albert.

Innblásturinn sótti Ashcroft til tónleikahússins Royal Albert Hall. Meðal annarra tillagna má nefna „The Stratford Bouncer“ og „The Record Breaker.“

Knötturinn sjálfur verður ekki kynntur fyrir almenningi fyrr en næstkomandi vor.

Vefsíða Guardian er komin með skemmtilegan vinkil á málið. Sé orðinu Albert slegið upp á Wikipedia kemur meðal annars upp möguleikinn „Albert-hringurinn“ einnig þekktur sem „Albert Prins.“

Um er að ræða götun í kynfæri sem þykir víst nokkuð vinsæl meðal karlmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×