Erlent

Þrettán bera sama nafn og slátrarinn í Útey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik, sem grunaður er um hryðjuverkin, er 32 ára gamall.
Anders Behring Breivik, sem grunaður er um hryðjuverkin, er 32 ára gamall.
Þrettán norskir karlmenn bera svipað nafn og Anders Behring Breivik, sem hefur játað að hafa orðið 76 að bana í hryðjuverkaárásum í Osló og í Útey á föstudaginn. Símtölum frá blaðamönnum rignir nú yfir mennina þrettán og eru þeir dregnir niður í svaðið á allskyns spjallsíðum á Netinu.

„Það er erfitt og vont að maður skuli vera bendlaður við svo skelfilegt mál," segir hinn 36 ára gamli Anders Breivik við vefútgáfu VG. Hann er einn af fjórum sem er frá sama bæ, hefur svipað nafn og er á svipuðum aldri og hryðjuverkamaðurinn í Osló og á Útey. Hann hefur þess vegna komist í kastljós fjölmiðlanna að undanförnu.

„Það hafa nokkrir hringt í mig, gamlir skólafélagar og vinir, blaðamenn sem eru að rannsaka nafnið," segir hinn 36 ára gamli. Það er síðan til að flækja málin enn meira að það er sá 36 ára gamli, en ekki hryðjuverkamaðurinn, sem er formaður áhugafélags um byssueign. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að flækja stöðu þeirra ennþá meira.

„Þetta er eins og að vakna og heita allt í einu Adolf Hitler, segir Breivik. Hann bætir þó við að hugur hans sé fyrst og fremst hjá þolendum ódæðanna. Hans eigin vandamál sé lítið í því samhengi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×