Enski boltinn

Leikmaður Leicester kemur sér í klandur hjá eiginkonunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gallagher í leik gegn Man City í enska bikarnum í fyrra.
Gallagher í leik gegn Man City í enska bikarnum í fyrra. Nordic Photos/AFP
Það er óhætt að segja að skoski framherjinn Paul Gallagher hafi komið eins og stormsveipur inn í Twitter-samfélagið. Eiginkona Gallagher hvatti hann til þess að stofna aðgang að síðunni en líklegt er að hún sjái eftir því í dag.

„Farinn í rúmið að hamra @HayleyGa11gher að aftan," skrifaði Gallagher á síðu sína í lauslegri þýðingu undirritaðs. Gallagher hafði lýst því yfir að hann myndi láta ýmislegt flakka á síðunni en ólíklegt að frú Gallagher hafi reiknað með einverju í líkingu við þetta.

„OMG!," voru fyrstu viðbrögð eiginkonu hans sem hætti að lítast á blikuna þegar móðir hennar endursendi skilaboð tengdasonar síns til fylgisfólks hennar á Twitter.

„Mamma, eins og þér hafi fundist þetta fyndið," sagði frú Gallagher yngri um dreifingu móður sinnar á skilaboðunum og bætti við:

„Guð minn góður, hvað var ég að spá að kynna hann fyrir þessu!".

Gallagher spilar undir stjórn Svíans Sven Göran Erikson sem sjálfur hefur komist á forsíður blaðanna fyrir bólfimi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×