Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum 19. júlí 2011 20:45 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd/Valgarður Gíslason „Við lítum alltaf alvarlegum augum atvik af þessu tagi. Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. Á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði dvelja 15-18 ára unglingar sem eiga það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Unglingarnir hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Unglingsdrengirnir sem réðust á starfsmanninn í Háholti eru 16-18 ára. Í framhaldinu læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Þeir fundust á Akureyri í gær. Farið var með tvo drengjanna aftur í Háholt en hina tvo á Stuðla í Reykjavík. Bragi getur á þessu stigi málsins lítið tjáð sig ofbeldið og meiðsl viðkomandi starfsmanns. Hann segir þó að starfsmaðurinn hafi þurft að leita sér aðhlynningar.Skýrt verklag Bragi segir að það sé regla að þegar upp komi mál af þessu tagi að farið sé gaumgæfilega yfir atburðarrásina með það fyrir augum að læra slíkum atvikum. Verklagið sé mjög skýrt. „Það sem gerist er að forstöðumaður viðkomandi meðferðarheimilis gefur Barnaverndarstofu nákvæma greinargerð um atvik. Það er líka þannig að unglingarnir sem í hlut eiga fá tækifæri til að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Það er jafnan þannig að starfsmaður Barnarverndarstofu fer á vettvang og ræðir við alla aðila málsins," segir Bragi. Þá segir Bragi að alvarlegri tilvikum, líkt og þessu, sé óskað eftir því að óháður eftirlitsaðili með meðferðarheimilunum geri jafnframt sína athugun. „Þetta er síðan allt saman kynnt fyrir viðkomandi barnaverndarnefndum sem fara með mál þeirra sem í hlut eiga ásamt forsjármönnum unglinganna."Starfsmenn í hættu Bragi segir starfsmenn meðferðarheimila vera á ákveðinni hættu. „Þeir sem vinna við störf að þessu tagi verða að vera við því búnir að svona lagað geti gerst. Þetta er eitt af því sem fylgir starfinu. Fólk er í ákveðinni áhættu. Því er ekki að leyna." Farið verður yfir málið í Háholti með tilliti til öryggismála, að sögn Braga. Vinnu við að meta áhættu á meðferðarheimilunum hófst fyrir nokkru síðan. „Því er ekkert að leyna að þær breytingar sem hafa orðið í meðferðarmálum á undanförnum árum, sem felur í sér að meðferðarheimilum hefur fækkað og við höfum verið að veita þessa meðferð á heimilum og vettvangi fjölskyldunnar, felur í sér fækkun barna sem þarf að vista utan heimilis og á meðferðarstofnunum," segir Bragi.Stefnubreyting kallar á endurmat á öryggismálum Um stefnubreytingu í barnaverndarmálum hafi verið að ræða. „Það felur aftur á móti í sér að hópurinn sem að jafnaði vistast á meðferðarheimili er kannski erfiðari en var áður. Það hefur kallað á endurmat á þessum öryggismörkum og starfsmannahaldi meðferðarheimilanna," segir Bragi og bætir við að efla þurfi varúðarráðstafanir. Tengdar fréttir Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Við lítum alltaf alvarlegum augum atvik af þessu tagi. Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. Á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði dvelja 15-18 ára unglingar sem eiga það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Unglingarnir hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Unglingsdrengirnir sem réðust á starfsmanninn í Háholti eru 16-18 ára. Í framhaldinu læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Þeir fundust á Akureyri í gær. Farið var með tvo drengjanna aftur í Háholt en hina tvo á Stuðla í Reykjavík. Bragi getur á þessu stigi málsins lítið tjáð sig ofbeldið og meiðsl viðkomandi starfsmanns. Hann segir þó að starfsmaðurinn hafi þurft að leita sér aðhlynningar.Skýrt verklag Bragi segir að það sé regla að þegar upp komi mál af þessu tagi að farið sé gaumgæfilega yfir atburðarrásina með það fyrir augum að læra slíkum atvikum. Verklagið sé mjög skýrt. „Það sem gerist er að forstöðumaður viðkomandi meðferðarheimilis gefur Barnaverndarstofu nákvæma greinargerð um atvik. Það er líka þannig að unglingarnir sem í hlut eiga fá tækifæri til að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Það er jafnan þannig að starfsmaður Barnarverndarstofu fer á vettvang og ræðir við alla aðila málsins," segir Bragi. Þá segir Bragi að alvarlegri tilvikum, líkt og þessu, sé óskað eftir því að óháður eftirlitsaðili með meðferðarheimilunum geri jafnframt sína athugun. „Þetta er síðan allt saman kynnt fyrir viðkomandi barnaverndarnefndum sem fara með mál þeirra sem í hlut eiga ásamt forsjármönnum unglinganna."Starfsmenn í hættu Bragi segir starfsmenn meðferðarheimila vera á ákveðinni hættu. „Þeir sem vinna við störf að þessu tagi verða að vera við því búnir að svona lagað geti gerst. Þetta er eitt af því sem fylgir starfinu. Fólk er í ákveðinni áhættu. Því er ekki að leyna." Farið verður yfir málið í Háholti með tilliti til öryggismála, að sögn Braga. Vinnu við að meta áhættu á meðferðarheimilunum hófst fyrir nokkru síðan. „Því er ekkert að leyna að þær breytingar sem hafa orðið í meðferðarmálum á undanförnum árum, sem felur í sér að meðferðarheimilum hefur fækkað og við höfum verið að veita þessa meðferð á heimilum og vettvangi fjölskyldunnar, felur í sér fækkun barna sem þarf að vista utan heimilis og á meðferðarstofnunum," segir Bragi.Stefnubreyting kallar á endurmat á öryggismálum Um stefnubreytingu í barnaverndarmálum hafi verið að ræða. „Það felur aftur á móti í sér að hópurinn sem að jafnaði vistast á meðferðarheimili er kannski erfiðari en var áður. Það hefur kallað á endurmat á þessum öryggismörkum og starfsmannahaldi meðferðarheimilanna," segir Bragi og bætir við að efla þurfi varúðarráðstafanir.
Tengdar fréttir Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði