Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum 19. júlí 2011 20:45 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd/Valgarður Gíslason „Við lítum alltaf alvarlegum augum atvik af þessu tagi. Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. Á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði dvelja 15-18 ára unglingar sem eiga það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Unglingarnir hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Unglingsdrengirnir sem réðust á starfsmanninn í Háholti eru 16-18 ára. Í framhaldinu læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Þeir fundust á Akureyri í gær. Farið var með tvo drengjanna aftur í Háholt en hina tvo á Stuðla í Reykjavík. Bragi getur á þessu stigi málsins lítið tjáð sig ofbeldið og meiðsl viðkomandi starfsmanns. Hann segir þó að starfsmaðurinn hafi þurft að leita sér aðhlynningar.Skýrt verklag Bragi segir að það sé regla að þegar upp komi mál af þessu tagi að farið sé gaumgæfilega yfir atburðarrásina með það fyrir augum að læra slíkum atvikum. Verklagið sé mjög skýrt. „Það sem gerist er að forstöðumaður viðkomandi meðferðarheimilis gefur Barnaverndarstofu nákvæma greinargerð um atvik. Það er líka þannig að unglingarnir sem í hlut eiga fá tækifæri til að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Það er jafnan þannig að starfsmaður Barnarverndarstofu fer á vettvang og ræðir við alla aðila málsins," segir Bragi. Þá segir Bragi að alvarlegri tilvikum, líkt og þessu, sé óskað eftir því að óháður eftirlitsaðili með meðferðarheimilunum geri jafnframt sína athugun. „Þetta er síðan allt saman kynnt fyrir viðkomandi barnaverndarnefndum sem fara með mál þeirra sem í hlut eiga ásamt forsjármönnum unglinganna."Starfsmenn í hættu Bragi segir starfsmenn meðferðarheimila vera á ákveðinni hættu. „Þeir sem vinna við störf að þessu tagi verða að vera við því búnir að svona lagað geti gerst. Þetta er eitt af því sem fylgir starfinu. Fólk er í ákveðinni áhættu. Því er ekki að leyna." Farið verður yfir málið í Háholti með tilliti til öryggismála, að sögn Braga. Vinnu við að meta áhættu á meðferðarheimilunum hófst fyrir nokkru síðan. „Því er ekkert að leyna að þær breytingar sem hafa orðið í meðferðarmálum á undanförnum árum, sem felur í sér að meðferðarheimilum hefur fækkað og við höfum verið að veita þessa meðferð á heimilum og vettvangi fjölskyldunnar, felur í sér fækkun barna sem þarf að vista utan heimilis og á meðferðarstofnunum," segir Bragi.Stefnubreyting kallar á endurmat á öryggismálum Um stefnubreytingu í barnaverndarmálum hafi verið að ræða. „Það felur aftur á móti í sér að hópurinn sem að jafnaði vistast á meðferðarheimili er kannski erfiðari en var áður. Það hefur kallað á endurmat á þessum öryggismörkum og starfsmannahaldi meðferðarheimilanna," segir Bragi og bætir við að efla þurfi varúðarráðstafanir. Tengdar fréttir Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
„Við lítum alltaf alvarlegum augum atvik af þessu tagi. Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. Á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði dvelja 15-18 ára unglingar sem eiga það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Unglingarnir hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Unglingsdrengirnir sem réðust á starfsmanninn í Háholti eru 16-18 ára. Í framhaldinu læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Þeir fundust á Akureyri í gær. Farið var með tvo drengjanna aftur í Háholt en hina tvo á Stuðla í Reykjavík. Bragi getur á þessu stigi málsins lítið tjáð sig ofbeldið og meiðsl viðkomandi starfsmanns. Hann segir þó að starfsmaðurinn hafi þurft að leita sér aðhlynningar.Skýrt verklag Bragi segir að það sé regla að þegar upp komi mál af þessu tagi að farið sé gaumgæfilega yfir atburðarrásina með það fyrir augum að læra slíkum atvikum. Verklagið sé mjög skýrt. „Það sem gerist er að forstöðumaður viðkomandi meðferðarheimilis gefur Barnaverndarstofu nákvæma greinargerð um atvik. Það er líka þannig að unglingarnir sem í hlut eiga fá tækifæri til að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Það er jafnan þannig að starfsmaður Barnarverndarstofu fer á vettvang og ræðir við alla aðila málsins," segir Bragi. Þá segir Bragi að alvarlegri tilvikum, líkt og þessu, sé óskað eftir því að óháður eftirlitsaðili með meðferðarheimilunum geri jafnframt sína athugun. „Þetta er síðan allt saman kynnt fyrir viðkomandi barnaverndarnefndum sem fara með mál þeirra sem í hlut eiga ásamt forsjármönnum unglinganna."Starfsmenn í hættu Bragi segir starfsmenn meðferðarheimila vera á ákveðinni hættu. „Þeir sem vinna við störf að þessu tagi verða að vera við því búnir að svona lagað geti gerst. Þetta er eitt af því sem fylgir starfinu. Fólk er í ákveðinni áhættu. Því er ekki að leyna." Farið verður yfir málið í Háholti með tilliti til öryggismála, að sögn Braga. Vinnu við að meta áhættu á meðferðarheimilunum hófst fyrir nokkru síðan. „Því er ekkert að leyna að þær breytingar sem hafa orðið í meðferðarmálum á undanförnum árum, sem felur í sér að meðferðarheimilum hefur fækkað og við höfum verið að veita þessa meðferð á heimilum og vettvangi fjölskyldunnar, felur í sér fækkun barna sem þarf að vista utan heimilis og á meðferðarstofnunum," segir Bragi.Stefnubreyting kallar á endurmat á öryggismálum Um stefnubreytingu í barnaverndarmálum hafi verið að ræða. „Það felur aftur á móti í sér að hópurinn sem að jafnaði vistast á meðferðarheimili er kannski erfiðari en var áður. Það hefur kallað á endurmat á þessum öryggismörkum og starfsmannahaldi meðferðarheimilanna," segir Bragi og bætir við að efla þurfi varúðarráðstafanir.
Tengdar fréttir Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57