Umfjöllun: Valsmenn á toppinn Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 6. júlí 2011 14:36 Gunnar Már og félagar taka á móti Valsmönnum í kvöld Mynd/Anton Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og börðust vel í fyrri hálfleik. Þeir áttu liprar sóknir og sköpuðu hættulegar stöður, en fengu í raun aðeins eitt dauðafæri. Meðal annars fengu þeir átta horn í fyrri hálfleik en besta færið fékk Gunnar Már sem skallaði boltann í slánna í upphafi leiksins. Skallinn var beint úr innkasti frá Gísla Páli Helgasyni. Valsarar voru lengi í gang en þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var að verki Jón Vilhelm Ákason sem potaði boltanum snyrtilega í netið eftir að Haukur Páll hafði flikkað innkasti til hans. Valsmenn vöknuðu aðeins við markið en Þórsarar misstu sjálfstraustið í nokkrar mínútur. Valsarar fengu tvö fín færi, fyrst fékk Atli Sveinn boltann í hnakkann og hann flaug yfir markið og svo skaut Arnar Sveinn framhjá úr fínu færi. Þórsarar vildu tvö víti undir lok fyrri hálfleiks en Valgeir Valgeirsson var viss í sinni sök að dæma ekkert. Atli Sigurjónsson kláraði svo hálfleikinn með aukaspyrnu sem Haraldur varði vel í markinu. Haraldur bað reyndar um skiptingu eftir rúmlega hálftíma leik og var augljóslega kvalinn á hægri hendi en hann kláraði nú samt leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega þegar bæði lið fengu dauðafæri. Fyrst var Arnar Sveinn í dauðafæri við Þórsmarkið, hann náði ekki til boltans en vildi víti. Svo átti Atli frábæran sprett fyrir Þór og Sveinn Elías skaut yfir úr markteignum. Valsmenn skoruðu svo annað markið eftir um það bil stundarfjórðungs leik í seinni hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson skallaði þá hornspyrnu í netið og þetta mark drap nánast leikinn. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu en gekk illa að komast í góð færi, en Hörður Sveinsson gat klárað leikinn en Srjdan varði skalla hans af markteignum meistaralega. Ótrúlegt atvik kláraði leikinn endanlega. Valsmenn voru flaggaðir rangstæðir og flaggið fór greinilega upp. Það fór hinsvegar aftur niður þegar Þórsarar voru hættir og Valsmenn skoruðu, þar var Rúnar Már Sigurjónsson að verki. Markið átti ekki að standa og allt brjálaðist á vellinum. Áhorfendur kölluðu meðal annars "KSÍ-KSÍ" inn á völlinn og mótmæltu hástöfum. Leikurinn fjaraði svo einfaldlega út. Þórsarar voru ekki lakari aðilinn lengst af en nýttu ekki færin. Þeir spiluðu vel á löngum köflum en það gerðu Valsmenn líka. Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en Valsmenn gerðu það sem gera þarf, nýttu færin. Gunnar Már var góður í liði Þórs og bar þar af ásamt Atla Sigurjónssyni. Rúnar Már var virkilega góður á miðju Vals og vörnin var þétt. Valsmenn eru þar með komnir á topp deildarinnar, en KR á leik til góða.Tölfræði: Skot (á mark): 9-11 (5-7) Varin skot: Srjdan 4 - 4 Haraldur Horn: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-15 Rangstöður: 2-0 Dómari: Valgeir Valgeirsson 5. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og börðust vel í fyrri hálfleik. Þeir áttu liprar sóknir og sköpuðu hættulegar stöður, en fengu í raun aðeins eitt dauðafæri. Meðal annars fengu þeir átta horn í fyrri hálfleik en besta færið fékk Gunnar Már sem skallaði boltann í slánna í upphafi leiksins. Skallinn var beint úr innkasti frá Gísla Páli Helgasyni. Valsarar voru lengi í gang en þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var að verki Jón Vilhelm Ákason sem potaði boltanum snyrtilega í netið eftir að Haukur Páll hafði flikkað innkasti til hans. Valsmenn vöknuðu aðeins við markið en Þórsarar misstu sjálfstraustið í nokkrar mínútur. Valsarar fengu tvö fín færi, fyrst fékk Atli Sveinn boltann í hnakkann og hann flaug yfir markið og svo skaut Arnar Sveinn framhjá úr fínu færi. Þórsarar vildu tvö víti undir lok fyrri hálfleiks en Valgeir Valgeirsson var viss í sinni sök að dæma ekkert. Atli Sigurjónsson kláraði svo hálfleikinn með aukaspyrnu sem Haraldur varði vel í markinu. Haraldur bað reyndar um skiptingu eftir rúmlega hálftíma leik og var augljóslega kvalinn á hægri hendi en hann kláraði nú samt leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega þegar bæði lið fengu dauðafæri. Fyrst var Arnar Sveinn í dauðafæri við Þórsmarkið, hann náði ekki til boltans en vildi víti. Svo átti Atli frábæran sprett fyrir Þór og Sveinn Elías skaut yfir úr markteignum. Valsmenn skoruðu svo annað markið eftir um það bil stundarfjórðungs leik í seinni hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson skallaði þá hornspyrnu í netið og þetta mark drap nánast leikinn. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu en gekk illa að komast í góð færi, en Hörður Sveinsson gat klárað leikinn en Srjdan varði skalla hans af markteignum meistaralega. Ótrúlegt atvik kláraði leikinn endanlega. Valsmenn voru flaggaðir rangstæðir og flaggið fór greinilega upp. Það fór hinsvegar aftur niður þegar Þórsarar voru hættir og Valsmenn skoruðu, þar var Rúnar Már Sigurjónsson að verki. Markið átti ekki að standa og allt brjálaðist á vellinum. Áhorfendur kölluðu meðal annars "KSÍ-KSÍ" inn á völlinn og mótmæltu hástöfum. Leikurinn fjaraði svo einfaldlega út. Þórsarar voru ekki lakari aðilinn lengst af en nýttu ekki færin. Þeir spiluðu vel á löngum köflum en það gerðu Valsmenn líka. Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en Valsmenn gerðu það sem gera þarf, nýttu færin. Gunnar Már var góður í liði Þórs og bar þar af ásamt Atla Sigurjónssyni. Rúnar Már var virkilega góður á miðju Vals og vörnin var þétt. Valsmenn eru þar með komnir á topp deildarinnar, en KR á leik til góða.Tölfræði: Skot (á mark): 9-11 (5-7) Varin skot: Srjdan 4 - 4 Haraldur Horn: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-15 Rangstöður: 2-0 Dómari: Valgeir Valgeirsson 5.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira