Umfjöllun: Keflvíkingar höfðu betur í botnslagnum Stefán Árni Pálsson á Nettóvelli skrifar 6. júlí 2011 14:59 Keflvíkingar og Fram mætast í botnslag í Keflavík Mynd/HAG Keflvíkingar unnu langþráðan og mikilvægan sigur, 1-0, gegn botnliði Fram í Pepsi-deild karla suður með sjó í kvöld. Eina mark leiksins gerði Arnór Ingvi Traustason þegar um hálftími var eftir af leiknum. Fyrri hálfleikurinn hófst mjög svo rólega og fátt um fína drætti á upphafsmínútunum. Framarar voru ívið sterkari og virkuðu líklegir en heimamenn í Keflavík voru enn inn í búningsklefanum. Eftir um tíu mínútna leik komust gestirnir í ákjósanlegt færi þegar Kristinn Ingi Halldórsson komst einn í gegnum vörn Keflvíkinga, átti aðeins eftir að koma boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni í marki heimamanna en hann sá við honum. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, besta færi gestanna í fyrri hálfleik. Almarr slapp einn í gegn en aftur var Ómar Jóhannsson vel á varðbergi og forðaði Keflvíkingum frá því að lenda undir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir virkilega leiðinlegan fyrri hálfleik. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik en Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga, átti skot í stöng eftir nokkrar sekúndur. Það virtist vera einhver skjálfti í gestunum og liðið ekki að leika eins vel og í fyrri hálfleiknum. Á 58. Mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Arnóri Ingva Traustasyni, en hann fékk boltann við vítateig Framara eftir að varnarmaður gestanna hafði reynt að hreinsa boltanum út úr teignum með þeim afleiðingum að Arnór gat lagt boltann í netið. Það er skemmst frá því að segja að fátt annað markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og Keflvíkingar náðu að innbyrða gríðarlega mikilvægan sigur. Martröð Framara heldur áfram og útlitið vægast sagt orðið dökkt fyrir þá. Keflavík 1 – 0 Fram1-0 Arnór Ingvi Traustason (53.) Skot (á mark): 8 – 6 (4-4) Varin skot: Ómar 4 – 2 Ögmundur Horn: 2 – 5 Aukaspyrnur fengnar:17– 11 Rangstöður: 1-0 Áhorfendur: 642 Dómari: Þórvaldur Árnason 8 - stóð sig virkilega vel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Keflvíkingar unnu langþráðan og mikilvægan sigur, 1-0, gegn botnliði Fram í Pepsi-deild karla suður með sjó í kvöld. Eina mark leiksins gerði Arnór Ingvi Traustason þegar um hálftími var eftir af leiknum. Fyrri hálfleikurinn hófst mjög svo rólega og fátt um fína drætti á upphafsmínútunum. Framarar voru ívið sterkari og virkuðu líklegir en heimamenn í Keflavík voru enn inn í búningsklefanum. Eftir um tíu mínútna leik komust gestirnir í ákjósanlegt færi þegar Kristinn Ingi Halldórsson komst einn í gegnum vörn Keflvíkinga, átti aðeins eftir að koma boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni í marki heimamanna en hann sá við honum. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, besta færi gestanna í fyrri hálfleik. Almarr slapp einn í gegn en aftur var Ómar Jóhannsson vel á varðbergi og forðaði Keflvíkingum frá því að lenda undir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir virkilega leiðinlegan fyrri hálfleik. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik en Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga, átti skot í stöng eftir nokkrar sekúndur. Það virtist vera einhver skjálfti í gestunum og liðið ekki að leika eins vel og í fyrri hálfleiknum. Á 58. Mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Arnóri Ingva Traustasyni, en hann fékk boltann við vítateig Framara eftir að varnarmaður gestanna hafði reynt að hreinsa boltanum út úr teignum með þeim afleiðingum að Arnór gat lagt boltann í netið. Það er skemmst frá því að segja að fátt annað markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og Keflvíkingar náðu að innbyrða gríðarlega mikilvægan sigur. Martröð Framara heldur áfram og útlitið vægast sagt orðið dökkt fyrir þá. Keflavík 1 – 0 Fram1-0 Arnór Ingvi Traustason (53.) Skot (á mark): 8 – 6 (4-4) Varin skot: Ómar 4 – 2 Ögmundur Horn: 2 – 5 Aukaspyrnur fengnar:17– 11 Rangstöður: 1-0 Áhorfendur: 642 Dómari: Þórvaldur Árnason 8 - stóð sig virkilega vel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira