Umfjöllun: Jafntefli í Víkinni Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 6. júlí 2011 15:02 Talið er að Helgi Sigurðsson verði með Víkingum í kvöld Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópavoginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með skoti af stuttu færi inn í teig Víkinga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Víkingar náðu ekki að hreinsa almennilega í burtu, Rafn Andri náði til boltans og sendi á Dylan sem skoraði af stuttu færi. 0-1 og Blikar komnir í sanngjarna forystu. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfnunarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Staðan 2-1 í hálfleik og framundan var fjörugur seinni hálfleikur. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum við mark liðanna. Víkingar voru nokkrum sinnum mjög nærri því að auka forystuna en einhvern herslumun vantaði. Því miður fyrir heimamenn var þeim refsað rétt tæpu korteri fyrir leikslok þegar Guðmundur Kristjánsson jafnaði leikinn fyrir Breiðablik í 2-2 eftir laglegan undirbúning Kristins Steinsdórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Undir lok leiksins áttu bæði liðin fín færi en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli sem ætti að geta talist sanngjörn úrslit. Víkingar geta verið sáttir með leik sinna manna. Sóknarleikurinn var líflegur með þá Baldur, Martein og hinn unga Viktor sem bestu menn. Viktor Jónsson sem fæddur er árið 1994 olli varnarmönnum Breiðabliks miklum vandræðum og kom sér margsinnis í góð færi sem hann hefði þó getað nýtt aðeins betur. Blikar léku boltanum oft á tíðum ágætlega á milli sín en það er áhyggjuefni hversu illa liðið verst og gefa varnarmenn liðsins alltof mörg færi á sér. Rafn Andri var frískastur í Blikaliðinu ásamt Dylan Macallister. Kristinn Steindórsson sýndi nokkrum sinnum hvers hann var megnugur en týndist þess á milli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópavoginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með skoti af stuttu færi inn í teig Víkinga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Víkingar náðu ekki að hreinsa almennilega í burtu, Rafn Andri náði til boltans og sendi á Dylan sem skoraði af stuttu færi. 0-1 og Blikar komnir í sanngjarna forystu. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfnunarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Staðan 2-1 í hálfleik og framundan var fjörugur seinni hálfleikur. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum við mark liðanna. Víkingar voru nokkrum sinnum mjög nærri því að auka forystuna en einhvern herslumun vantaði. Því miður fyrir heimamenn var þeim refsað rétt tæpu korteri fyrir leikslok þegar Guðmundur Kristjánsson jafnaði leikinn fyrir Breiðablik í 2-2 eftir laglegan undirbúning Kristins Steinsdórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Undir lok leiksins áttu bæði liðin fín færi en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli sem ætti að geta talist sanngjörn úrslit. Víkingar geta verið sáttir með leik sinna manna. Sóknarleikurinn var líflegur með þá Baldur, Martein og hinn unga Viktor sem bestu menn. Viktor Jónsson sem fæddur er árið 1994 olli varnarmönnum Breiðabliks miklum vandræðum og kom sér margsinnis í góð færi sem hann hefði þó getað nýtt aðeins betur. Blikar léku boltanum oft á tíðum ágætlega á milli sín en það er áhyggjuefni hversu illa liðið verst og gefa varnarmenn liðsins alltof mörg færi á sér. Rafn Andri var frískastur í Blikaliðinu ásamt Dylan Macallister. Kristinn Steindórsson sýndi nokkrum sinnum hvers hann var megnugur en týndist þess á milli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira