Erlent

Hugh Grant beðinn að bera vitni í símahleranamáli

Hin 13 ára gamla Milli Dowler hvarf í Surrey árið 2002 og fannst myrt nokkru síðar. Breska blaðið Guardian segist hafa óyggjandi sannanir fyrir því að News of the World hafi brotist inn í talhólf hennar.
Hin 13 ára gamla Milli Dowler hvarf í Surrey árið 2002 og fannst myrt nokkru síðar. Breska blaðið Guardian segist hafa óyggjandi sannanir fyrir því að News of the World hafi brotist inn í talhólf hennar. Mynd/AP
Leikarinn Hugh Grant segir að lögreglan hafi beðið sig að bera vitni í rannsókn sem nú stendur yfir á æsifréttablaðinu News of the World, sem sakað er um að hafa hlerað símtöl fólks, meðal annars ungrar stúlku sem var myrt árið 2002.

Frá þessu er greint á vefsíðu the Washington Post í dag en þar kemur fram að leikarinn hafi ítrekað haldið því fram að News of the World hafi brotist inn í símann sinn.

Hugh Grant skrifaði grein um málið á vef pólitíska menningarmiðilsins New Statesman fyrr á árinu. Í greininni birtir hann samtal sitt við fyrrum blaðamann News of the World þar sem sá grunur leikarans að símtöl hans hefðu verið hleruð var staðfestur.

Greinina sem Grant skrifaði má nálgast á vefsíðu New Statesman.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×