Erlent

Hökkuðu sig inn í síma þrettán ára stúlku sem hafði verið myrt

MYND/AP
Breska götublaðið The News of the World er í vondum málum eftir að upp komst að ritstjórinn hafði látið hlera síma ungrar stúlku sem var myrt árið 2002.

Breska blaðið Guardian segist hafa óyggjandi sannanir fyrir því að blaðið hafi látið tölvusérfræðinga brjótast inn í talhólf Milli Dowler sem hvarf í Surrey árið 2002 þegar hún var þrettán ára gömul. Hún fannst myrt nokkru síðar og í síðasta mánuði var morðingi hennar loks dæmdur.

Stuttu eftir að hún hvarf ákvað ritstjóri blaðsins Rebekka Brooks, sem nú er nánasti samstarfsmaður fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch sem á blaðið, að fá einkaspæjara til þess að brjótast inn á síma stúlkunnar til þess að reyna að komast að því hvað varð um hana. Blaðmannernir eyddu nokkrum skilaboðum út af síma stúlkunnar sem leiddi síðan til þess að vinnir hennar og ættingjar stóðu í þeirri trú að hún væri lifandi, því þetta gerðist eftir að hún hvarf.

Foreldrar stúlkunnar mættu meira að segja í viðtal til blaðsins full vonar um að hún væri á lífi þar sem skilaboðunum hafði verið eytt, án þess að hafa hugmynd um að blaðamennirnir höfðu eytt þeim. Eins og gefur að skilja er fjölskylda Dowler æf út í blaðið og hafa ritstjórarnir fyrrverandi verið boðaðir í yfirheyrslur til lögreglu. Fjölskyldan hyggur á málssókn.

David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur einnig tjáð sig um málið sem hann segir forkastanlegt og vonast hann til þess að ítarleg lögreglurannsókn fari fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×