Fótbolti

Sanchez með mark í anda Romario

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sanchez átti frábæran leik með Chile í gærkvöldi
Sanchez átti frábæran leik með Chile í gærkvöldi Nordic Photos/AFP
Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum.

Perú stendur vel að vígi að loknum tveimur leikjum í riðlakeppninni. Perú sigraði Mexíkó 1-0 í gærkvöldi með marki Paolo Guerrero tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Perú gerði 1-1 jafntefli gegn Úrúgvæ í fyrsta leiknum í riðlinum er því komið með fjögur stig.

Chile er sömuleiðis með fjögur stig eftir 1-1 jafntefli gegn Úrúgvæ í fyrri leik gærkvöldsins. Álvaro Pereira kom Úrúgvæ yfir snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning Luis Suárez leikmanns Liverpool. Chile-menn jöfnuðu nokkrum mínútum síðar með marki Alexis Sanchez. Sanchez sendi þá boltann með tánni í fjærhornið utarlega úr teignum.

Perú mætir Úrúgvæ en Chile mætir Mexíkó í síðustu umferð riðlakeppninnar. Tvö efstu liðin fara beint í 8-liða úrslitin auk þeirra tveggja liða í þriðja sæti riðils síns með bestan árangur.

Mark Sanchez minnti um margt á Brasilíumanninn Romario sem skoraði mikið af mörkum með tánni á sínum tíma.

Sanchez er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og er orðaður við bæði Manchester City og Barcelona. Romario lék á sínum tíma með Börsungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×