Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason á Kópavogsvelli skrifar 9. júlí 2011 13:41 Gunnar Már í baráttu við Guðmund Kristjánsson og Kára Ársælsson Mynd/Pjetur Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Blikar mættu mun ákveðnari til leiks í bongóblíðuna í Kópavogi í dag. Með Kristinn Steindórsson í broddi fylkingar stjórnuðu Blikar fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér fjöldan allan af færum. Þeir létu vaða á markið við hvert tækifæri en Srdjan Rajkovic var í banastuði í marki Þórs. Þórsarar voru allt annað en sáttir um miðjan hálfleikinn. Þá var Sveinn Elías Jónsson við það að sleppa í gegn en Kári Ársælsson tæklaði hann. Menn eru ósammála hvort Kári hafi farið í boltann eða Svein Elías en Kristinn Jakobsson sá ekki ástæðu til þess að flauta. Kári var á gulu spjaldi þ.a. honum hefði verið vikið af velli fyrir brotið. Það var einmitt Kári sem kom Blikum á bragðið. Rafn Andri tók hornspyrnu frá vinstri, Rajkovic fór í úthlaup en náði ekki til boltans fyrir fjölmenninu í teignum. Kári Ársælsson þakkaði fyrir sig og skallaði boltann í opið markið. Klaufalegt hjá Rajkovic sem hatar ekki skógarferðirnar. Blikar héldu tökum á leiknum en Þórsarar sóttu þó í sig veðrið. Þeir voru óhræddir að skjóta á markið en skotin flest misheppnuð og lítið að gera hjá Ingvari í marki Blika. Fjórum mínútum fyrir leikhlé bættu Blikar við marki. Guðmundur Kristjánsson fékk þá boltann inn í teig Þórsara eftir aukaspyrnu og náði að stýra honum í netið. Allt útlit var fyrir örugga forystu Blika í hálfleik en á lokamínútu hálfleiksins kviknaði von hjá Þórsurum. Þá skoraði David Disztl af stuttu færi og staðan í hálfleik 2-1. Í síðari hálfleik mættu Þórsarar grimmari til leiks. Þeir sköpuðu sér fín skotfæri úr teignum sem nýttust ekki. Blikar skoruðu þriðja markið gegn gangi leiksins þegar Dylan Macallister skoraði með skalla úr teignum. Tíu mínútum síðar bætti Kristinn Steindórsson við fjórða markinu. Í kjölfarið höfðu Blikar góð tök á leiknum, fengu færi til þess að bæta við mörkum en 4-1 sigur staðreynd. Blikar geta verið hæstánægðir með sigurinn þótt lokatölurnar gefi ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar geta nagað sig í handarbakið enda fengu þeir færin til þess að skora fleiri mörk. Blikar fara upp í 5. sætið með sigrinum en Þórsarar sitja áfram í 9. sæti. TölfræðiSkot (á mark): 20-16 (13-6) Varin skot: Ingvar 5 – Srdjan 9 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-10 Rangstöður: 0-2 Áhorfendur: 615 Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Blikar mættu mun ákveðnari til leiks í bongóblíðuna í Kópavogi í dag. Með Kristinn Steindórsson í broddi fylkingar stjórnuðu Blikar fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér fjöldan allan af færum. Þeir létu vaða á markið við hvert tækifæri en Srdjan Rajkovic var í banastuði í marki Þórs. Þórsarar voru allt annað en sáttir um miðjan hálfleikinn. Þá var Sveinn Elías Jónsson við það að sleppa í gegn en Kári Ársælsson tæklaði hann. Menn eru ósammála hvort Kári hafi farið í boltann eða Svein Elías en Kristinn Jakobsson sá ekki ástæðu til þess að flauta. Kári var á gulu spjaldi þ.a. honum hefði verið vikið af velli fyrir brotið. Það var einmitt Kári sem kom Blikum á bragðið. Rafn Andri tók hornspyrnu frá vinstri, Rajkovic fór í úthlaup en náði ekki til boltans fyrir fjölmenninu í teignum. Kári Ársælsson þakkaði fyrir sig og skallaði boltann í opið markið. Klaufalegt hjá Rajkovic sem hatar ekki skógarferðirnar. Blikar héldu tökum á leiknum en Þórsarar sóttu þó í sig veðrið. Þeir voru óhræddir að skjóta á markið en skotin flest misheppnuð og lítið að gera hjá Ingvari í marki Blika. Fjórum mínútum fyrir leikhlé bættu Blikar við marki. Guðmundur Kristjánsson fékk þá boltann inn í teig Þórsara eftir aukaspyrnu og náði að stýra honum í netið. Allt útlit var fyrir örugga forystu Blika í hálfleik en á lokamínútu hálfleiksins kviknaði von hjá Þórsurum. Þá skoraði David Disztl af stuttu færi og staðan í hálfleik 2-1. Í síðari hálfleik mættu Þórsarar grimmari til leiks. Þeir sköpuðu sér fín skotfæri úr teignum sem nýttust ekki. Blikar skoruðu þriðja markið gegn gangi leiksins þegar Dylan Macallister skoraði með skalla úr teignum. Tíu mínútum síðar bætti Kristinn Steindórsson við fjórða markinu. Í kjölfarið höfðu Blikar góð tök á leiknum, fengu færi til þess að bæta við mörkum en 4-1 sigur staðreynd. Blikar geta verið hæstánægðir með sigurinn þótt lokatölurnar gefi ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar geta nagað sig í handarbakið enda fengu þeir færin til þess að skora fleiri mörk. Blikar fara upp í 5. sætið með sigrinum en Þórsarar sitja áfram í 9. sæti. TölfræðiSkot (á mark): 20-16 (13-6) Varin skot: Ingvar 5 – Srdjan 9 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-10 Rangstöður: 0-2 Áhorfendur: 615 Dómari: Kristinn Jakobsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira