Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason á Kópavogsvelli skrifar 9. júlí 2011 13:41 Gunnar Már í baráttu við Guðmund Kristjánsson og Kára Ársælsson Mynd/Pjetur Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Blikar mættu mun ákveðnari til leiks í bongóblíðuna í Kópavogi í dag. Með Kristinn Steindórsson í broddi fylkingar stjórnuðu Blikar fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér fjöldan allan af færum. Þeir létu vaða á markið við hvert tækifæri en Srdjan Rajkovic var í banastuði í marki Þórs. Þórsarar voru allt annað en sáttir um miðjan hálfleikinn. Þá var Sveinn Elías Jónsson við það að sleppa í gegn en Kári Ársælsson tæklaði hann. Menn eru ósammála hvort Kári hafi farið í boltann eða Svein Elías en Kristinn Jakobsson sá ekki ástæðu til þess að flauta. Kári var á gulu spjaldi þ.a. honum hefði verið vikið af velli fyrir brotið. Það var einmitt Kári sem kom Blikum á bragðið. Rafn Andri tók hornspyrnu frá vinstri, Rajkovic fór í úthlaup en náði ekki til boltans fyrir fjölmenninu í teignum. Kári Ársælsson þakkaði fyrir sig og skallaði boltann í opið markið. Klaufalegt hjá Rajkovic sem hatar ekki skógarferðirnar. Blikar héldu tökum á leiknum en Þórsarar sóttu þó í sig veðrið. Þeir voru óhræddir að skjóta á markið en skotin flest misheppnuð og lítið að gera hjá Ingvari í marki Blika. Fjórum mínútum fyrir leikhlé bættu Blikar við marki. Guðmundur Kristjánsson fékk þá boltann inn í teig Þórsara eftir aukaspyrnu og náði að stýra honum í netið. Allt útlit var fyrir örugga forystu Blika í hálfleik en á lokamínútu hálfleiksins kviknaði von hjá Þórsurum. Þá skoraði David Disztl af stuttu færi og staðan í hálfleik 2-1. Í síðari hálfleik mættu Þórsarar grimmari til leiks. Þeir sköpuðu sér fín skotfæri úr teignum sem nýttust ekki. Blikar skoruðu þriðja markið gegn gangi leiksins þegar Dylan Macallister skoraði með skalla úr teignum. Tíu mínútum síðar bætti Kristinn Steindórsson við fjórða markinu. Í kjölfarið höfðu Blikar góð tök á leiknum, fengu færi til þess að bæta við mörkum en 4-1 sigur staðreynd. Blikar geta verið hæstánægðir með sigurinn þótt lokatölurnar gefi ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar geta nagað sig í handarbakið enda fengu þeir færin til þess að skora fleiri mörk. Blikar fara upp í 5. sætið með sigrinum en Þórsarar sitja áfram í 9. sæti. TölfræðiSkot (á mark): 20-16 (13-6) Varin skot: Ingvar 5 – Srdjan 9 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-10 Rangstöður: 0-2 Áhorfendur: 615 Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Blikar mættu mun ákveðnari til leiks í bongóblíðuna í Kópavogi í dag. Með Kristinn Steindórsson í broddi fylkingar stjórnuðu Blikar fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér fjöldan allan af færum. Þeir létu vaða á markið við hvert tækifæri en Srdjan Rajkovic var í banastuði í marki Þórs. Þórsarar voru allt annað en sáttir um miðjan hálfleikinn. Þá var Sveinn Elías Jónsson við það að sleppa í gegn en Kári Ársælsson tæklaði hann. Menn eru ósammála hvort Kári hafi farið í boltann eða Svein Elías en Kristinn Jakobsson sá ekki ástæðu til þess að flauta. Kári var á gulu spjaldi þ.a. honum hefði verið vikið af velli fyrir brotið. Það var einmitt Kári sem kom Blikum á bragðið. Rafn Andri tók hornspyrnu frá vinstri, Rajkovic fór í úthlaup en náði ekki til boltans fyrir fjölmenninu í teignum. Kári Ársælsson þakkaði fyrir sig og skallaði boltann í opið markið. Klaufalegt hjá Rajkovic sem hatar ekki skógarferðirnar. Blikar héldu tökum á leiknum en Þórsarar sóttu þó í sig veðrið. Þeir voru óhræddir að skjóta á markið en skotin flest misheppnuð og lítið að gera hjá Ingvari í marki Blika. Fjórum mínútum fyrir leikhlé bættu Blikar við marki. Guðmundur Kristjánsson fékk þá boltann inn í teig Þórsara eftir aukaspyrnu og náði að stýra honum í netið. Allt útlit var fyrir örugga forystu Blika í hálfleik en á lokamínútu hálfleiksins kviknaði von hjá Þórsurum. Þá skoraði David Disztl af stuttu færi og staðan í hálfleik 2-1. Í síðari hálfleik mættu Þórsarar grimmari til leiks. Þeir sköpuðu sér fín skotfæri úr teignum sem nýttust ekki. Blikar skoruðu þriðja markið gegn gangi leiksins þegar Dylan Macallister skoraði með skalla úr teignum. Tíu mínútum síðar bætti Kristinn Steindórsson við fjórða markinu. Í kjölfarið höfðu Blikar góð tök á leiknum, fengu færi til þess að bæta við mörkum en 4-1 sigur staðreynd. Blikar geta verið hæstánægðir með sigurinn þótt lokatölurnar gefi ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar geta nagað sig í handarbakið enda fengu þeir færin til þess að skora fleiri mörk. Blikar fara upp í 5. sætið með sigrinum en Þórsarar sitja áfram í 9. sæti. TölfræðiSkot (á mark): 20-16 (13-6) Varin skot: Ingvar 5 – Srdjan 9 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-10 Rangstöður: 0-2 Áhorfendur: 615 Dómari: Kristinn Jakobsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira