Enski boltinn

Young verður númer átján - De Gea númer eitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ashley Young stefnir á að vinna titla með Manchester United
Ashley Young stefnir á að vinna titla með Manchester United Nordic Photos/AFP
Englandsmeistarar Manchester United hafa tilkynnt leikmannanúmer fyrir næstu leiktíð. David De Gea verður númer eitt, Ashley Young númer átján og hinn ungi Phil Jones númer fjögur.

Treyjunúmerið átján skipar stóran sess í hugum stuðningsmanna United enda klæddist Paul Scholes treyjunni í langan tíma. Scholes lagði skóna á hilluna í vor og vilja margir meina að United eigi enn eftir að fylla í skarðið.

Það kemur engum á óvart að De Gea verði í treyju númer eitt. Edwin van der Saar bar númerið líkt og flestir aðalmarkverðir í knattspyrnuheiminum. Mikil pressa er á De Gea sem margir vilja meina að eigi eftir að sanna sig á stóra sviðinu.

Phil Jones fær treyju númer fjögur sem var áður í vörslu Owen Hargreaves.

Manchester United eru á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar fimm leiki. Sá fyrsti er gegn New England Revolution þann 13. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×