Fótbolti

Þýskaland gæti misst af sæti í London 2012

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þýsku stelpurnar gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í gær
Þýsku stelpurnar gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í gær Nordic Photos/AFP
Eftir óvænt tap þýska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Japan á HM kvenna er góður möguleiki á því að þjóðin verði ekki meðal þátttakenda á Ólympíuleiknum í London 2012. Takist Svíum að vinna Ástrali á morgun er sætið þeirra.

Tólf sæti eru í boði á Ólympíuleikunum og eru tvö eyrnamerkt Evrópuþjóðum. Þær Evrópuþjóðir sem standa sig best á HM í Þýskalandi tryggja sér sæti í London. Frakkar tryggðu sér sæti með sigri sínum á Englandi í gær og Svíar geta tryggt sér hitt sætið með sigri á Ástralíu.

Svíar þykja fyrirfram líklegri en líkt og Japanir sýndu í dag skipta slíkar getgátur litlu máli þegar út í leikinn er komið.

Þýskaland er í öðru sæti heimslistans og ríkjandi heims- og Evrópumeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×