Finnur: Sterkt að halda hreinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2011 21:06 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/HAG Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu. „Það var mjög sterkt að ná að landa þessum sigri," sagði Finnur. „Þeir náðu nokkrum háum boltum inn á teig í seinni hálfleik en okkur tókst ágætleg að eiga við það. Tony bjargaði reyndar á línu einu sinni en annars fannst mér ekki stafa mikil hætta af þeim." Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur og sagði Finnur að leikmenn hafi rætt um það í hálfleik að það hefði kannski verið smá stress í þeim. „Bæði stress og tilhlökkun. En um leið og við fórum að spila boltanum niðri þá kom þetta hjá okkur. Við hefðum mátt gera meira af því í leiknum því við fórum full snemma í háu sendingarnar." ÍBV breytti í 4-4-2 í seinni hálfleik og segir Finnur að þá hafi liðið bakkað full mikið í varnarleiknum. „Ég veit ekki hvort að það var það sem Heimir (Hallgrímsson, þjálfari ÍBV) vildi en við áttum að vera djúpir á miðjunni. Það sem stendur eftir er að við unnum og náðum að halda hreinu sem verður að teljast mjög sterkt." „En það er líka ljóst að við þurfum að spila betur í seinni leiknum til að komast áfram. Þá getum við ekki leyft okkur að detta svona langt til baka." Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu. „Það var mjög sterkt að ná að landa þessum sigri," sagði Finnur. „Þeir náðu nokkrum háum boltum inn á teig í seinni hálfleik en okkur tókst ágætleg að eiga við það. Tony bjargaði reyndar á línu einu sinni en annars fannst mér ekki stafa mikil hætta af þeim." Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur og sagði Finnur að leikmenn hafi rætt um það í hálfleik að það hefði kannski verið smá stress í þeim. „Bæði stress og tilhlökkun. En um leið og við fórum að spila boltanum niðri þá kom þetta hjá okkur. Við hefðum mátt gera meira af því í leiknum því við fórum full snemma í háu sendingarnar." ÍBV breytti í 4-4-2 í seinni hálfleik og segir Finnur að þá hafi liðið bakkað full mikið í varnarleiknum. „Ég veit ekki hvort að það var það sem Heimir (Hallgrímsson, þjálfari ÍBV) vildi en við áttum að vera djúpir á miðjunni. Það sem stendur eftir er að við unnum og náðum að halda hreinu sem verður að teljast mjög sterkt." „En það er líka ljóst að við þurfum að spila betur í seinni leiknum til að komast áfram. Þá getum við ekki leyft okkur að detta svona langt til baka."
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira