Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Þórs Jón Stefán Jónsson á Þórsvelli skrifar 20. júní 2011 15:41 Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Fyrri hálfleikur á Þórsvellinum í kvöld var nokkuð skemmtilegur þótt lítið væri um fagra knattspyrnu . Víkingar voru örlítið meira með boltann en það voru Þórsarar sem áttu hættulegri færi, flest eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkinga eða löng innköst Gísla Páls Helgasonar. Það var einmitt upp úr löngu innkasti hjá Gísla sem fyrsta mark leiksins kom. Gísli grýtti þá boltanum alla leið inn á nærstöng þar sem barátta var um boltann sem endaði með því að Magnús Þormar markvörður Víkinga hreinlega sló boltann í eigið net. Víkingar voru afar ósáttir og töldu brotið á Magnúsi en ekkert var dæmt, annað en gult spjald á Magnús fyrir mótmæli. Eftir þetta atvik fengu bæði lið ágætis færi á að skora, það besta hjá Þór fékk Sigurður Marinó Kristjánsson þegar hann fékk boltann algjörlega einn og óvaldaður á teignum en slakt skot hans fór beint á Magnús í marki Víkinga. Víkingar fengu hins vegar vítaspyrnu sem Walter Hjaltested tók, en Björn Hákon Sveinsson markvörður Þórsara gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Walters. Í hálfleik var staðan því 1-0 fyrir heimamenn. Síðari hálfleikur var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar að Víkingur höfðu jafnað leikinn með glæsimarki Halldórs Smára Sigurðssonar. Halldór fékk þá boltann á lofti rétt utan vítateigs Þórsara og lét vaða á markið viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Frábært mark. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta og fengu bæði lið ágætis færi á að skora. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 78. mínútu þegar að Sveinn Elías Jónsson skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir skot Jóhanns Helga Hannessonar hafði farið af varnarmanni og borist til Sveins. Það sem eftir var voru Þórsarar frekar sterkari aðilinn og líklegri til að bæta við en Víkingar að jafna. Það var svo á lokasekúndunum sem Gunnar Már Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur Þórsara. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot í þverslá Víkingsmarksins, þaðan barst boltinn á Gunnar Má sem hreinlega gat ekki annað en skorað einn og óvaldaður fyrir framan markið. Stuttu síðar flautaði góður dómari leiksins Guðmundur Ársæll Guðmundsson af og verðskuldaður sigur Þórs í höfn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Fyrri hálfleikur á Þórsvellinum í kvöld var nokkuð skemmtilegur þótt lítið væri um fagra knattspyrnu . Víkingar voru örlítið meira með boltann en það voru Þórsarar sem áttu hættulegri færi, flest eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkinga eða löng innköst Gísla Páls Helgasonar. Það var einmitt upp úr löngu innkasti hjá Gísla sem fyrsta mark leiksins kom. Gísli grýtti þá boltanum alla leið inn á nærstöng þar sem barátta var um boltann sem endaði með því að Magnús Þormar markvörður Víkinga hreinlega sló boltann í eigið net. Víkingar voru afar ósáttir og töldu brotið á Magnúsi en ekkert var dæmt, annað en gult spjald á Magnús fyrir mótmæli. Eftir þetta atvik fengu bæði lið ágætis færi á að skora, það besta hjá Þór fékk Sigurður Marinó Kristjánsson þegar hann fékk boltann algjörlega einn og óvaldaður á teignum en slakt skot hans fór beint á Magnús í marki Víkinga. Víkingar fengu hins vegar vítaspyrnu sem Walter Hjaltested tók, en Björn Hákon Sveinsson markvörður Þórsara gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Walters. Í hálfleik var staðan því 1-0 fyrir heimamenn. Síðari hálfleikur var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar að Víkingur höfðu jafnað leikinn með glæsimarki Halldórs Smára Sigurðssonar. Halldór fékk þá boltann á lofti rétt utan vítateigs Þórsara og lét vaða á markið viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Frábært mark. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta og fengu bæði lið ágætis færi á að skora. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 78. mínútu þegar að Sveinn Elías Jónsson skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir skot Jóhanns Helga Hannessonar hafði farið af varnarmanni og borist til Sveins. Það sem eftir var voru Þórsarar frekar sterkari aðilinn og líklegri til að bæta við en Víkingar að jafna. Það var svo á lokasekúndunum sem Gunnar Már Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur Þórsara. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot í þverslá Víkingsmarksins, þaðan barst boltinn á Gunnar Má sem hreinlega gat ekki annað en skorað einn og óvaldaður fyrir framan markið. Stuttu síðar flautaði góður dómari leiksins Guðmundur Ársæll Guðmundsson af og verðskuldaður sigur Þórs í höfn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira