Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Þórs Jón Stefán Jónsson á Þórsvelli skrifar 20. júní 2011 15:41 Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Fyrri hálfleikur á Þórsvellinum í kvöld var nokkuð skemmtilegur þótt lítið væri um fagra knattspyrnu . Víkingar voru örlítið meira með boltann en það voru Þórsarar sem áttu hættulegri færi, flest eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkinga eða löng innköst Gísla Páls Helgasonar. Það var einmitt upp úr löngu innkasti hjá Gísla sem fyrsta mark leiksins kom. Gísli grýtti þá boltanum alla leið inn á nærstöng þar sem barátta var um boltann sem endaði með því að Magnús Þormar markvörður Víkinga hreinlega sló boltann í eigið net. Víkingar voru afar ósáttir og töldu brotið á Magnúsi en ekkert var dæmt, annað en gult spjald á Magnús fyrir mótmæli. Eftir þetta atvik fengu bæði lið ágætis færi á að skora, það besta hjá Þór fékk Sigurður Marinó Kristjánsson þegar hann fékk boltann algjörlega einn og óvaldaður á teignum en slakt skot hans fór beint á Magnús í marki Víkinga. Víkingar fengu hins vegar vítaspyrnu sem Walter Hjaltested tók, en Björn Hákon Sveinsson markvörður Þórsara gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Walters. Í hálfleik var staðan því 1-0 fyrir heimamenn. Síðari hálfleikur var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar að Víkingur höfðu jafnað leikinn með glæsimarki Halldórs Smára Sigurðssonar. Halldór fékk þá boltann á lofti rétt utan vítateigs Þórsara og lét vaða á markið viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Frábært mark. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta og fengu bæði lið ágætis færi á að skora. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 78. mínútu þegar að Sveinn Elías Jónsson skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir skot Jóhanns Helga Hannessonar hafði farið af varnarmanni og borist til Sveins. Það sem eftir var voru Þórsarar frekar sterkari aðilinn og líklegri til að bæta við en Víkingar að jafna. Það var svo á lokasekúndunum sem Gunnar Már Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur Þórsara. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot í þverslá Víkingsmarksins, þaðan barst boltinn á Gunnar Má sem hreinlega gat ekki annað en skorað einn og óvaldaður fyrir framan markið. Stuttu síðar flautaði góður dómari leiksins Guðmundur Ársæll Guðmundsson af og verðskuldaður sigur Þórs í höfn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Fyrri hálfleikur á Þórsvellinum í kvöld var nokkuð skemmtilegur þótt lítið væri um fagra knattspyrnu . Víkingar voru örlítið meira með boltann en það voru Þórsarar sem áttu hættulegri færi, flest eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkinga eða löng innköst Gísla Páls Helgasonar. Það var einmitt upp úr löngu innkasti hjá Gísla sem fyrsta mark leiksins kom. Gísli grýtti þá boltanum alla leið inn á nærstöng þar sem barátta var um boltann sem endaði með því að Magnús Þormar markvörður Víkinga hreinlega sló boltann í eigið net. Víkingar voru afar ósáttir og töldu brotið á Magnúsi en ekkert var dæmt, annað en gult spjald á Magnús fyrir mótmæli. Eftir þetta atvik fengu bæði lið ágætis færi á að skora, það besta hjá Þór fékk Sigurður Marinó Kristjánsson þegar hann fékk boltann algjörlega einn og óvaldaður á teignum en slakt skot hans fór beint á Magnús í marki Víkinga. Víkingar fengu hins vegar vítaspyrnu sem Walter Hjaltested tók, en Björn Hákon Sveinsson markvörður Þórsara gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Walters. Í hálfleik var staðan því 1-0 fyrir heimamenn. Síðari hálfleikur var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar að Víkingur höfðu jafnað leikinn með glæsimarki Halldórs Smára Sigurðssonar. Halldór fékk þá boltann á lofti rétt utan vítateigs Þórsara og lét vaða á markið viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Frábært mark. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta og fengu bæði lið ágætis færi á að skora. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 78. mínútu þegar að Sveinn Elías Jónsson skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir skot Jóhanns Helga Hannessonar hafði farið af varnarmanni og borist til Sveins. Það sem eftir var voru Þórsarar frekar sterkari aðilinn og líklegri til að bæta við en Víkingar að jafna. Það var svo á lokasekúndunum sem Gunnar Már Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur Þórsara. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot í þverslá Víkingsmarksins, þaðan barst boltinn á Gunnar Má sem hreinlega gat ekki annað en skorað einn og óvaldaður fyrir framan markið. Stuttu síðar flautaði góður dómari leiksins Guðmundur Ársæll Guðmundsson af og verðskuldaður sigur Þórs í höfn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira