Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Þórs Jón Stefán Jónsson á Þórsvelli skrifar 20. júní 2011 15:41 Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Fyrri hálfleikur á Þórsvellinum í kvöld var nokkuð skemmtilegur þótt lítið væri um fagra knattspyrnu . Víkingar voru örlítið meira með boltann en það voru Þórsarar sem áttu hættulegri færi, flest eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkinga eða löng innköst Gísla Páls Helgasonar. Það var einmitt upp úr löngu innkasti hjá Gísla sem fyrsta mark leiksins kom. Gísli grýtti þá boltanum alla leið inn á nærstöng þar sem barátta var um boltann sem endaði með því að Magnús Þormar markvörður Víkinga hreinlega sló boltann í eigið net. Víkingar voru afar ósáttir og töldu brotið á Magnúsi en ekkert var dæmt, annað en gult spjald á Magnús fyrir mótmæli. Eftir þetta atvik fengu bæði lið ágætis færi á að skora, það besta hjá Þór fékk Sigurður Marinó Kristjánsson þegar hann fékk boltann algjörlega einn og óvaldaður á teignum en slakt skot hans fór beint á Magnús í marki Víkinga. Víkingar fengu hins vegar vítaspyrnu sem Walter Hjaltested tók, en Björn Hákon Sveinsson markvörður Þórsara gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Walters. Í hálfleik var staðan því 1-0 fyrir heimamenn. Síðari hálfleikur var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar að Víkingur höfðu jafnað leikinn með glæsimarki Halldórs Smára Sigurðssonar. Halldór fékk þá boltann á lofti rétt utan vítateigs Þórsara og lét vaða á markið viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Frábært mark. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta og fengu bæði lið ágætis færi á að skora. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 78. mínútu þegar að Sveinn Elías Jónsson skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir skot Jóhanns Helga Hannessonar hafði farið af varnarmanni og borist til Sveins. Það sem eftir var voru Þórsarar frekar sterkari aðilinn og líklegri til að bæta við en Víkingar að jafna. Það var svo á lokasekúndunum sem Gunnar Már Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur Þórsara. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot í þverslá Víkingsmarksins, þaðan barst boltinn á Gunnar Má sem hreinlega gat ekki annað en skorað einn og óvaldaður fyrir framan markið. Stuttu síðar flautaði góður dómari leiksins Guðmundur Ársæll Guðmundsson af og verðskuldaður sigur Þórs í höfn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Fyrri hálfleikur á Þórsvellinum í kvöld var nokkuð skemmtilegur þótt lítið væri um fagra knattspyrnu . Víkingar voru örlítið meira með boltann en það voru Þórsarar sem áttu hættulegri færi, flest eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkinga eða löng innköst Gísla Páls Helgasonar. Það var einmitt upp úr löngu innkasti hjá Gísla sem fyrsta mark leiksins kom. Gísli grýtti þá boltanum alla leið inn á nærstöng þar sem barátta var um boltann sem endaði með því að Magnús Þormar markvörður Víkinga hreinlega sló boltann í eigið net. Víkingar voru afar ósáttir og töldu brotið á Magnúsi en ekkert var dæmt, annað en gult spjald á Magnús fyrir mótmæli. Eftir þetta atvik fengu bæði lið ágætis færi á að skora, það besta hjá Þór fékk Sigurður Marinó Kristjánsson þegar hann fékk boltann algjörlega einn og óvaldaður á teignum en slakt skot hans fór beint á Magnús í marki Víkinga. Víkingar fengu hins vegar vítaspyrnu sem Walter Hjaltested tók, en Björn Hákon Sveinsson markvörður Þórsara gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Walters. Í hálfleik var staðan því 1-0 fyrir heimamenn. Síðari hálfleikur var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar að Víkingur höfðu jafnað leikinn með glæsimarki Halldórs Smára Sigurðssonar. Halldór fékk þá boltann á lofti rétt utan vítateigs Þórsara og lét vaða á markið viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Frábært mark. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta og fengu bæði lið ágætis færi á að skora. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 78. mínútu þegar að Sveinn Elías Jónsson skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir skot Jóhanns Helga Hannessonar hafði farið af varnarmanni og borist til Sveins. Það sem eftir var voru Þórsarar frekar sterkari aðilinn og líklegri til að bæta við en Víkingar að jafna. Það var svo á lokasekúndunum sem Gunnar Már Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur Þórsara. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot í þverslá Víkingsmarksins, þaðan barst boltinn á Gunnar Má sem hreinlega gat ekki annað en skorað einn og óvaldaður fyrir framan markið. Stuttu síðar flautaði góður dómari leiksins Guðmundur Ársæll Guðmundsson af og verðskuldaður sigur Þórs í höfn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira