Umfjöllun: Þrenna Sveinbjarnar sá um Framara Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 21. júní 2011 16:37 Fyrstudeildarlið Þróttar vann frækin sigur, 3-1, gegn nágrönnum sínum í Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins í kvöld. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, skoraði öll þrjú mörk liðsins en tvö þeirra gerði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Fram missti Alan Lowing útaf með rautt spjald eftir um hálftíma leik og var róðurinn heldur erfiður fyrir Safamýrapilta eftir það. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en heimamenn í Þrótti fengu dæmda vítaspyrnu eftir aðeins níu mínútna leik. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, braut á Oddi Björnssyni, leikmanni Þróttar, sem var sloppinn einn í gegn og Valgeir Valgeirsson, dómari dæmdi réttilega víti. Ögmundur fékk aftur á móti hvorki gult né rautt spjald fyrir brotið sem þótti nokkuð einkennilegt. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, steig á punktinn og skoraði laglega framhjá Ögmundi í markinu. Framarar sóttu mikið í sig veðrið eftir að þeir fengu á sig markið en náðu ekki að skapa sér færi. Eftir rúmlega hálftíma leik slapp Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, einn í gegn og var komin í ákjósanlegt færi. Alan Lowing, leikmaður Fram, reif hann niður og fékk að launum rautt spjald og önnur vítaspyrna leiksins staðreynd. Sveinbjörn Jónasson steig aftur á punktinn og skoraði á sama stað á í fyrri vítaspyrnunni eða í vinstra hornið. 2-0 fyrir heimamenn og Framarar einum færri næstu 60 mínúturnar. Nokkuð dofnaði yfir leiknum út fyrri hálfleikinn og fátt markvert gerðist næstu mínútur, en staðan var 2-0 fyrir Þrótturum í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Framarar komu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það var ekki að sjá að þeir væru einum færri. Mark gestanna lá því heldur betur í loftinu og það tók ekki nema þrjár mínútur fyrir Almarr Ormarsson, leikmann Framara, að minnka muninn í 2-1. Almarr fékk boltann inn í vítateig Þróttara eftir mikið klafs og skoraði laglega framhjá Trausta Sigurbjörnssyni í marki Þróttara. Næstu mínútur voru Framarar mikið betri og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram, var færður upp á miðju og það gjörbreytti leik gestanna. Það fór mikið púður í sóknina hjá Fram og því var mikið pláss fyrir Þróttara til þess að sækja hratt upp völlinn og treysta á skyndisóknir. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk Oddur Björnsson, leikmaður Þróttar, boltann á hægri kantinum, lék sér að því að fara framhjá SamTillen, leikmanni Framara, átti fína sendingu á Sveinbjörn Jónasson sem skoraði auðveldlega sitt þriðja mark í leiknum og fullkomnaði þrennuna. Eftir þriðja markið var leikurinn í raun búinn en Framarar gáfust samt aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Þróttarar verða kannski það lið sem mun koma á óvart í bikarnum í ár? Þróttur 3 – 1 Fram1-0 Sveinbjörn Jónason (9.) 2-0 Sveinbjörn Jónasson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (48.) 3-1 Sveinbjörn Jónasson (60.) Skot (á mark): 4 – 7 (3-6) Varin skot: Trausti 4 –1 Ögmundur Horn: 1 – 6 Aukaspyrnur fengnar:12 –9 Rangstöður: 2-0 Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Valgeir Valgeirsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Fyrstudeildarlið Þróttar vann frækin sigur, 3-1, gegn nágrönnum sínum í Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins í kvöld. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, skoraði öll þrjú mörk liðsins en tvö þeirra gerði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Fram missti Alan Lowing útaf með rautt spjald eftir um hálftíma leik og var róðurinn heldur erfiður fyrir Safamýrapilta eftir það. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en heimamenn í Þrótti fengu dæmda vítaspyrnu eftir aðeins níu mínútna leik. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, braut á Oddi Björnssyni, leikmanni Þróttar, sem var sloppinn einn í gegn og Valgeir Valgeirsson, dómari dæmdi réttilega víti. Ögmundur fékk aftur á móti hvorki gult né rautt spjald fyrir brotið sem þótti nokkuð einkennilegt. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, steig á punktinn og skoraði laglega framhjá Ögmundi í markinu. Framarar sóttu mikið í sig veðrið eftir að þeir fengu á sig markið en náðu ekki að skapa sér færi. Eftir rúmlega hálftíma leik slapp Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, einn í gegn og var komin í ákjósanlegt færi. Alan Lowing, leikmaður Fram, reif hann niður og fékk að launum rautt spjald og önnur vítaspyrna leiksins staðreynd. Sveinbjörn Jónasson steig aftur á punktinn og skoraði á sama stað á í fyrri vítaspyrnunni eða í vinstra hornið. 2-0 fyrir heimamenn og Framarar einum færri næstu 60 mínúturnar. Nokkuð dofnaði yfir leiknum út fyrri hálfleikinn og fátt markvert gerðist næstu mínútur, en staðan var 2-0 fyrir Þrótturum í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Framarar komu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það var ekki að sjá að þeir væru einum færri. Mark gestanna lá því heldur betur í loftinu og það tók ekki nema þrjár mínútur fyrir Almarr Ormarsson, leikmann Framara, að minnka muninn í 2-1. Almarr fékk boltann inn í vítateig Þróttara eftir mikið klafs og skoraði laglega framhjá Trausta Sigurbjörnssyni í marki Þróttara. Næstu mínútur voru Framarar mikið betri og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram, var færður upp á miðju og það gjörbreytti leik gestanna. Það fór mikið púður í sóknina hjá Fram og því var mikið pláss fyrir Þróttara til þess að sækja hratt upp völlinn og treysta á skyndisóknir. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk Oddur Björnsson, leikmaður Þróttar, boltann á hægri kantinum, lék sér að því að fara framhjá SamTillen, leikmanni Framara, átti fína sendingu á Sveinbjörn Jónasson sem skoraði auðveldlega sitt þriðja mark í leiknum og fullkomnaði þrennuna. Eftir þriðja markið var leikurinn í raun búinn en Framarar gáfust samt aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Þróttarar verða kannski það lið sem mun koma á óvart í bikarnum í ár? Þróttur 3 – 1 Fram1-0 Sveinbjörn Jónason (9.) 2-0 Sveinbjörn Jónasson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (48.) 3-1 Sveinbjörn Jónasson (60.) Skot (á mark): 4 – 7 (3-6) Varin skot: Trausti 4 –1 Ögmundur Horn: 1 – 6 Aukaspyrnur fengnar:12 –9 Rangstöður: 2-0 Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Valgeir Valgeirsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira